Viðskipti innlent

Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Skráning félagsins á markað eyðir óvissu hjá mörgum.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Skráning félagsins á markað eyðir óvissu hjá mörgum.

Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina."

Ákveðin óvissa hafi ríkt eftir að tilkynnt var í febrúar að félagið færi á markað en svo gerðist ekkert. Aö sögn Jóns Karls er allt millibilsástand óþægilegt, ekki aðeins fyrir starfsfólk heldur einnig viðskiptavini og lánardrottna. Nú liggi hins vegar fyrir að félagið fari á markað fyrir áramót og gefur það öllum færi á halda áfram.

Allt stefnir í að árið 2006 verði eitt af betri árum Icelandair en reksturinn hefur verið í samræmi við áætlanir. Sex mánaða uppgjörið var mjög gott og ágætlega horfir til seinna hluta ársins. Eldsneytisverð er að vísu hátt og samkeppni mikil. „En aukin samkeppni skapar tækifæri og við höfum sótt fram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×