Lífeyrissjóðagjáin brúuð 15. október 2006 00:01 Ég og jafnaldar mínir búum langflest við þau forréttindi að geta búist við því að þegar starfsævi okkar lýkur bíði okkar drjúgur lífeyrir í sjóðum sem tryggir okkur áhyggjulaust ævikvöld. Við megum vera þakklát þeim sem komu á íslenska lífeyrissjóðakerfinu í núverandi mynd. Fáar þjóðir eiga jafnsterka lífeyrissjóði eins og við og í þeim eru ávaxtaðir peningar lífeyrisþeganna sjálfra. Það er því bjart framundan hjá þeim sem eiga enn eftir tíu til fimmtán ár af starfsævinni. En vandi okkar er sá að það er nokkuð stór hópur aldraðra sem stóran hluta ævi sinnar átti takmarkaða möguleika á því að borga í lífeyrissjóð þannig að eitthvert gagn væri af. Við þurfum að finna leið til þess að brúa þetta bil þar til lífeyrissjóðirnir koma til skjalanna með sínar miklu eignir. Samkomulagið sem ríkisstjórnin gerði við eldri borgara í sumar var stórt skref í rétta átt og ástæða til að gleðjast yfir því. En við eigum að skoða hvort hægt sé að endurskipuleggja þessi mál þannig að ekki bara við sem eigum í vændum góða lífeyrissjóði séum sátt, heldur líka þeir sem eru komnir á efri ár. Mig langar að stinga hér að tveimur hugmyndum sem gætu verið til bóta. Margir aldraðir kvarta yfir því hversu mikið lífeyrisgreiðslurnar frá ríkinu skerðist ef fólk vill vinna áfram. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að geta unnið. Vinnan er snar þáttur í lífi okkar allra því þar eigum við samneyti við vinnufélagana, vini og kunninga. Vinnan gerir okkur kleift að taka virkan þátt í samfélaginu og hún veitir mörgum ánægju og reisn. En það verður samt að vera réttur hvati til staðar, það er mjög letjandi ef hver króna sem maður vinnur sér inn dregst að hluta frá öðrum krónum sem maður á rétt á því að fá. Við sem yngri erum vitum vel hversu vond áhrif háir jaðarskattar hafa, það er ekkert öðruvísi með þá sem eldri eru. Meðalaldur fer hækkandi og breyttir atvinnuhættir og betri heilsa gera okkur kleift að vinna lengur en áður ef við æskjum þess. Margir sem hafa náð 67 ára aldri hafa mikla starfsgetu og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Þessa auðlind eigum við að nýta þjóðfélaginu öllu til hagsbótar. Hvernig væri ef við hættum alfarið skerðingum vegna atvinnutekna? Lítum á greiðslur almannatrygginga til eldri borgara sem tekjur, ef aldraðir vinna sér inn umfram það bætist sú upphæð við það sem ríkið greiðir og síðan yrði lagður á skattur eins og hjá öðrum í landinu. Hagur þeirra sem ekki geta eða vilja halda áfram að vinna yrði ekki verri við þetta, ríkissjóður fengi í sinn hlut aukna skatta og ég er sannfærður um að þjóðfélagið myndi hagnast mjög á því að geta nýtt krafta og reynslu þeirra sem eldri eru. Ég held reyndar að aukin atvinnuþátttaka eldri borgara væri ágætt mótvægi við þessa miklu æskudýrkun sem hér ríkir á stundum. En auðvitað eru þeir margir sem komnir eru á efri ár sem annað hvort geta ekki unnið meira eða einfaldlega vilja ekki vinna meira. Eins er til kominn hópur aldraðra sem hefur það mjög gott og í þeim hópi mun fjölga jafnt og þétt á næstu árum. En það er hópur aldraðra sem býr við kröpp kjör og erfiðar aðstæður og við þurfum að brúa bilið hjá þeim þangað til lífeyrissjóðirnir taka við. Ég hef ekki nákvæma útfærslu á því hvernig best er að leysa það mál, hún mun kosta peninga, en það er tvennt sem þarf að vera til staðar til þess að lausnin verði farsæl. Í fyrsta lagi þarf þessi lausn að vera tímabundin, hún verður að falla úr gildi á þeim tíma sem lífeyrsissjóðirnir eru orðnir nógu sterkir. Í öðru lagi verður lausnin að beinast að þeim hópi aldraðra sem hefur minnstar eignir og minnstar tekjur. Við eigum að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi en öðrum ekki. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki einfalt mál. Aðgerðir sem ætlað er að vera tímabundnar verða gjarnan varanlegar og þrátt fyrir góðan vilja renna peningarnir oftar en ekki til þeirra sem þurfa minna á þeim að halda. En það að þetta sé erfitt þarf ekki og á ekki að þýða að það sé ómögulegt. Það er hægt að byggja á samkomulaginu sem ríkisstjórnin gerði í sumar og það auðveldar okkur leikinn hversu fámenn þjóðin okkar er. Það er vel hægt að sníða lausninar þannig að þær komi til móts við nákvæmlega þá sem þess þurfa, í þann tíma sem þess þarf. Um það skal vera hægt að ná víðtækri sátt meðal stjórnmálamanna jafnt sem almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég og jafnaldar mínir búum langflest við þau forréttindi að geta búist við því að þegar starfsævi okkar lýkur bíði okkar drjúgur lífeyrir í sjóðum sem tryggir okkur áhyggjulaust ævikvöld. Við megum vera þakklát þeim sem komu á íslenska lífeyrissjóðakerfinu í núverandi mynd. Fáar þjóðir eiga jafnsterka lífeyrissjóði eins og við og í þeim eru ávaxtaðir peningar lífeyrisþeganna sjálfra. Það er því bjart framundan hjá þeim sem eiga enn eftir tíu til fimmtán ár af starfsævinni. En vandi okkar er sá að það er nokkuð stór hópur aldraðra sem stóran hluta ævi sinnar átti takmarkaða möguleika á því að borga í lífeyrissjóð þannig að eitthvert gagn væri af. Við þurfum að finna leið til þess að brúa þetta bil þar til lífeyrissjóðirnir koma til skjalanna með sínar miklu eignir. Samkomulagið sem ríkisstjórnin gerði við eldri borgara í sumar var stórt skref í rétta átt og ástæða til að gleðjast yfir því. En við eigum að skoða hvort hægt sé að endurskipuleggja þessi mál þannig að ekki bara við sem eigum í vændum góða lífeyrissjóði séum sátt, heldur líka þeir sem eru komnir á efri ár. Mig langar að stinga hér að tveimur hugmyndum sem gætu verið til bóta. Margir aldraðir kvarta yfir því hversu mikið lífeyrisgreiðslurnar frá ríkinu skerðist ef fólk vill vinna áfram. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að geta unnið. Vinnan er snar þáttur í lífi okkar allra því þar eigum við samneyti við vinnufélagana, vini og kunninga. Vinnan gerir okkur kleift að taka virkan þátt í samfélaginu og hún veitir mörgum ánægju og reisn. En það verður samt að vera réttur hvati til staðar, það er mjög letjandi ef hver króna sem maður vinnur sér inn dregst að hluta frá öðrum krónum sem maður á rétt á því að fá. Við sem yngri erum vitum vel hversu vond áhrif háir jaðarskattar hafa, það er ekkert öðruvísi með þá sem eldri eru. Meðalaldur fer hækkandi og breyttir atvinnuhættir og betri heilsa gera okkur kleift að vinna lengur en áður ef við æskjum þess. Margir sem hafa náð 67 ára aldri hafa mikla starfsgetu og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Þessa auðlind eigum við að nýta þjóðfélaginu öllu til hagsbótar. Hvernig væri ef við hættum alfarið skerðingum vegna atvinnutekna? Lítum á greiðslur almannatrygginga til eldri borgara sem tekjur, ef aldraðir vinna sér inn umfram það bætist sú upphæð við það sem ríkið greiðir og síðan yrði lagður á skattur eins og hjá öðrum í landinu. Hagur þeirra sem ekki geta eða vilja halda áfram að vinna yrði ekki verri við þetta, ríkissjóður fengi í sinn hlut aukna skatta og ég er sannfærður um að þjóðfélagið myndi hagnast mjög á því að geta nýtt krafta og reynslu þeirra sem eldri eru. Ég held reyndar að aukin atvinnuþátttaka eldri borgara væri ágætt mótvægi við þessa miklu æskudýrkun sem hér ríkir á stundum. En auðvitað eru þeir margir sem komnir eru á efri ár sem annað hvort geta ekki unnið meira eða einfaldlega vilja ekki vinna meira. Eins er til kominn hópur aldraðra sem hefur það mjög gott og í þeim hópi mun fjölga jafnt og þétt á næstu árum. En það er hópur aldraðra sem býr við kröpp kjör og erfiðar aðstæður og við þurfum að brúa bilið hjá þeim þangað til lífeyrissjóðirnir taka við. Ég hef ekki nákvæma útfærslu á því hvernig best er að leysa það mál, hún mun kosta peninga, en það er tvennt sem þarf að vera til staðar til þess að lausnin verði farsæl. Í fyrsta lagi þarf þessi lausn að vera tímabundin, hún verður að falla úr gildi á þeim tíma sem lífeyrsissjóðirnir eru orðnir nógu sterkir. Í öðru lagi verður lausnin að beinast að þeim hópi aldraðra sem hefur minnstar eignir og minnstar tekjur. Við eigum að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi en öðrum ekki. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki einfalt mál. Aðgerðir sem ætlað er að vera tímabundnar verða gjarnan varanlegar og þrátt fyrir góðan vilja renna peningarnir oftar en ekki til þeirra sem þurfa minna á þeim að halda. En það að þetta sé erfitt þarf ekki og á ekki að þýða að það sé ómögulegt. Það er hægt að byggja á samkomulaginu sem ríkisstjórnin gerði í sumar og það auðveldar okkur leikinn hversu fámenn þjóðin okkar er. Það er vel hægt að sníða lausninar þannig að þær komi til móts við nákvæmlega þá sem þess þurfa, í þann tíma sem þess þarf. Um það skal vera hægt að ná víðtækri sátt meðal stjórnmálamanna jafnt sem almennings.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun