Lay Low lætur að sér kveða 19. október 2006 15:45 Fyrsta plata Lay Low, Please Don´t Hate Me, kemur út í dag. MYND/Heiða Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Lovísa, sem er 23 ára Reykjavíkurmær, kom fram á sjónarsviðið í byrjun ársins þegar útgáfufyrirtækið Cod-music gerði við hana plötusamning eftir að hafa aðeins heyrt tvær demóupptökur á myspace-síðu hennar. „Þá var ég ekki búin að semja mikið af lögum og var eiginlega nýbyrjuð. Ég ætlaði ekki að fara langt með þetta og fannst furðulegt og fyndið að þeir skyldu hafa samband við mig," segir Lovísa, sem er einnig í hljómsveitinni Benny Crespo"s Gang. „Svo þróaðist þetta út í að ég fór að semja meira og þá vorum við allt í einu að spá í plötu," segir hún. Lovísa játar að það hafi verið erfitt að stíga ein fram á sjónarsviðið sem Lay Low eftir að hafa alla tíð haft heila hljómsveit á bak við sig. „Mér fannst það alveg skelfilegt fyrst og ég hélt að ég myndi deyja. Svo bara eftir hverja einustu tónleika lagaðist það og núna líður mér nokkuð ágætlega. Þetta venst furðuvel." Ásamt útkomu nýju plötunnar hefur lagið Boy Oh Boy hljómað í auglýsingu frá Samskipum, auk þess sem titillag plötunnar er í kvikmyndinni Mýrin sem verður frumsýnd á morgun. Lagði Mugison, sem sá um tónlistina í myndinni, mikla áherslu á að lagið yrði haft með. Tónlist Lay Low er nokkurs konar blanda af kántrí, rokki og blús. Semur hún öll lög og texta sjálf. Að sögn Lovísu er nýja platan blanda af öllu sem hún hlustar á dagsdaglega. „Ég hef gaman af gömlum blúslögum og einu sinni hlustaði ég líka mikið á gamalt gospel. Síðan hlusta ég á nýja tónlist eins og Will Oldham," segir hún. Lovísa útilokar ekki að spila erlendis í framtíðinni, enda á hún fjölskyldu úti í Englandi en pabbi hennar er breskur. Tónleikar Lay Low í kvöld verða á Nasa og hefjast þeir stundvíslega klukkan 20.00. Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Lovísa, sem er 23 ára Reykjavíkurmær, kom fram á sjónarsviðið í byrjun ársins þegar útgáfufyrirtækið Cod-music gerði við hana plötusamning eftir að hafa aðeins heyrt tvær demóupptökur á myspace-síðu hennar. „Þá var ég ekki búin að semja mikið af lögum og var eiginlega nýbyrjuð. Ég ætlaði ekki að fara langt með þetta og fannst furðulegt og fyndið að þeir skyldu hafa samband við mig," segir Lovísa, sem er einnig í hljómsveitinni Benny Crespo"s Gang. „Svo þróaðist þetta út í að ég fór að semja meira og þá vorum við allt í einu að spá í plötu," segir hún. Lovísa játar að það hafi verið erfitt að stíga ein fram á sjónarsviðið sem Lay Low eftir að hafa alla tíð haft heila hljómsveit á bak við sig. „Mér fannst það alveg skelfilegt fyrst og ég hélt að ég myndi deyja. Svo bara eftir hverja einustu tónleika lagaðist það og núna líður mér nokkuð ágætlega. Þetta venst furðuvel." Ásamt útkomu nýju plötunnar hefur lagið Boy Oh Boy hljómað í auglýsingu frá Samskipum, auk þess sem titillag plötunnar er í kvikmyndinni Mýrin sem verður frumsýnd á morgun. Lagði Mugison, sem sá um tónlistina í myndinni, mikla áherslu á að lagið yrði haft með. Tónlist Lay Low er nokkurs konar blanda af kántrí, rokki og blús. Semur hún öll lög og texta sjálf. Að sögn Lovísu er nýja platan blanda af öllu sem hún hlustar á dagsdaglega. „Ég hef gaman af gömlum blúslögum og einu sinni hlustaði ég líka mikið á gamalt gospel. Síðan hlusta ég á nýja tónlist eins og Will Oldham," segir hún. Lovísa útilokar ekki að spila erlendis í framtíðinni, enda á hún fjölskyldu úti í Englandi en pabbi hennar er breskur. Tónleikar Lay Low í kvöld verða á Nasa og hefjast þeir stundvíslega klukkan 20.00.
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira