Vill verða rokkstjarna 19. október 2006 09:00 Heit Amanda Blank þykir hafa ótrúlegt flæði og hafa klámfengnir textar hennar við dansvæna takta vakið verðskuldaða athygli. Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt. Menning Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt.
Menning Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira