Klisjur stuðla að meðvitundarleysi 21. október 2006 06:00 Um daginn barst mér í hendur, einu sinni sem endranær, dagblað sem nefnir sig hinu frumlega nafni Blaðið. Framan á Blaðinu var mikil lofgjörð um frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kom á daginn að frambjóðandinn hafði einfaldlega keypt forsíðuna enda lifum við á tímum frjálsrar fjölmiðlunar. (Nú væri e.t.v. tilefni til að fara nokkrum orðum um það hvernig skoðanir ganga kaupum og sölum á Íslandi þessa dagana. Hvernig hagsmunaaðilar sem hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta, s.s. Viðskiptaráð eða greiningardeildir bankanna, eru reglulega fengnir til að tjá sig um þróun þjóðmála líkt og að hér séu marktækir aðilar á ferð en ekki fólk sem er borgað til að hafa tilteknar skoðanir. Í leiðinni gæti ég hæðst að þeirri klisju þegar ráðist er á fólk sem hefur skoðanir án þess að vera á launum fyrir að vera sjálfskipaðir talsmenn einhverra gilda. En þá væri ég kominn yfir í annan pistil.) Á forsíðunni sem er til sölu var stuðningsyfirlýsing frá vini frambjóðandans sem er borgarfulltrúi í Reykjavík. Í máli hans kom fram að þessi tiltekni þingmaður væri ekki einn þeirra sem teldi að allt mætti laga með lögum og reglum. Sú staðhæfing er eflaust rétt því að þegar nánar er gáð finnst ekki nokkur maður á þingi sem hefur haldið því fram að lög og reglur muni bæta allt. Ummæla borgarfulltrúans eru marklaus klisja, en því miður móta klisjur af þessu tagi alla umræðu á Íslandi. Því miður, segi ég, vegna þess að ekkert jákvætt getur komið út úr svona ruglanda í málflutingi. Þvert á móti stuðlar hann að því að öll umræða verður þokukenndari og snýst um eitthvað annað en hún á að gera. Stjórnmálamenn sem beita klisjum gera það fyrst og fremst vegna þess að þeir treysta sér ekki til að gagnrýna raunverulegan málstað pólitískra andstæðinga eða verja eigin skoðanir. Þess í stað eru reist ímynduð vígi orðræðunnar þar sem stjórnmálamaður getur ótruflaður skotið billegum skotum á strámenn. Eitt af hugtökunum sem nýlega hefur verið hannað til slíkrar misbrúkunar er nýting. Hver maðurinn á fætur öðrum ber sér á brjóst og lýsir sig hlynntan nýtingu auðlinda. En til hvers að lýsa yfir skoðunum sem marka manni enga sérstöðu? Því við nánari athugun finnst enginn sem ekki vill nýta auðlindir. Á hinn bóginn eru mörg álitamál varðandi nýtingu auðlinda og flest þeirra afar mikilvæg fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Það eru þessi álitamál sem verið er að forðast þegar menn taka þá lítt óvæntu og umdeildu afstöðu að segjast hlynntir nýtingu. Slík yfirlýsing merkir raunar ekki neitt nema að við eigum að gera ráð fyrir því að umræða um þessi mál sé orðin svo orwellsk að hugtakið nýting sé notað sem dulmál yfir rányrkju. Eitt mál að lokum: Tilraunir Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn hafa vakið upp þráláta umræðu um útbreiðslu kjarnorkuvopna og þann vanda sem steðjar að heimsbyggðinni vegna slíkra vopna. Á hinn bóginn veður sú hættulega klisja uppi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og þau ríki sem þar eiga sæti séu að beita sér fyrir afvopnun. Ekkert gæti verið fjær sanni. Það eru þessi fimm ríki sem eiga 99% slíkra vopna og hafa hunsað skýr tilmæli í 6. grein sáttmálans um útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) þar sem kveðið er á um að þau skuli afvopnast hið fyrsta (síðan eru liðin tæp 40 ár). Útbreiðslu kjarnorkuvopna til annarra ríkja, s.s. Ísraels, Indlands og Pakistan, má að öllu leyti rekja til þessara fimm kjarnorkuvelda. Það er til marks um þokukennda og villandi umræðu þegar fjölmiðlar sýna Condoleezzu Rice tala fjálglega um hættuna á vígbúnaðarkapphlaupi án þess að geta þess jafnframt að Bandaríkjastjórn átti frumkvæði að því að hefja slíkt kapphlaup á ný áratug eftir lok kalda stríðsins. Allt frá því að George W. Bush komst til valda, og raunar nokkru áður, hefur Bandaríkjastjórn varið ógrynni fjár í þróun nýrra kjarnorkuvopna þvert á alla sáttmála og þar með gert áratuga starf að afvopnun að engu þ.á m. lítilla sprengja sem var ítrekað hótað að nota í stríðinu gegn Írak. Umræða um kjarnorkuafvopnun er marklaus nema hún beinist einnig að þeim aðilum sem eiga kjarnorkuvopn, hafa beitt þeim og halda áfram að þróa slík vopn. Þokukennd umræða gagnast engum sem hefur góðan málstað að verja aðeins þeim sem hafa eitthvað annað í hyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Um daginn barst mér í hendur, einu sinni sem endranær, dagblað sem nefnir sig hinu frumlega nafni Blaðið. Framan á Blaðinu var mikil lofgjörð um frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kom á daginn að frambjóðandinn hafði einfaldlega keypt forsíðuna enda lifum við á tímum frjálsrar fjölmiðlunar. (Nú væri e.t.v. tilefni til að fara nokkrum orðum um það hvernig skoðanir ganga kaupum og sölum á Íslandi þessa dagana. Hvernig hagsmunaaðilar sem hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta, s.s. Viðskiptaráð eða greiningardeildir bankanna, eru reglulega fengnir til að tjá sig um þróun þjóðmála líkt og að hér séu marktækir aðilar á ferð en ekki fólk sem er borgað til að hafa tilteknar skoðanir. Í leiðinni gæti ég hæðst að þeirri klisju þegar ráðist er á fólk sem hefur skoðanir án þess að vera á launum fyrir að vera sjálfskipaðir talsmenn einhverra gilda. En þá væri ég kominn yfir í annan pistil.) Á forsíðunni sem er til sölu var stuðningsyfirlýsing frá vini frambjóðandans sem er borgarfulltrúi í Reykjavík. Í máli hans kom fram að þessi tiltekni þingmaður væri ekki einn þeirra sem teldi að allt mætti laga með lögum og reglum. Sú staðhæfing er eflaust rétt því að þegar nánar er gáð finnst ekki nokkur maður á þingi sem hefur haldið því fram að lög og reglur muni bæta allt. Ummæla borgarfulltrúans eru marklaus klisja, en því miður móta klisjur af þessu tagi alla umræðu á Íslandi. Því miður, segi ég, vegna þess að ekkert jákvætt getur komið út úr svona ruglanda í málflutingi. Þvert á móti stuðlar hann að því að öll umræða verður þokukenndari og snýst um eitthvað annað en hún á að gera. Stjórnmálamenn sem beita klisjum gera það fyrst og fremst vegna þess að þeir treysta sér ekki til að gagnrýna raunverulegan málstað pólitískra andstæðinga eða verja eigin skoðanir. Þess í stað eru reist ímynduð vígi orðræðunnar þar sem stjórnmálamaður getur ótruflaður skotið billegum skotum á strámenn. Eitt af hugtökunum sem nýlega hefur verið hannað til slíkrar misbrúkunar er nýting. Hver maðurinn á fætur öðrum ber sér á brjóst og lýsir sig hlynntan nýtingu auðlinda. En til hvers að lýsa yfir skoðunum sem marka manni enga sérstöðu? Því við nánari athugun finnst enginn sem ekki vill nýta auðlindir. Á hinn bóginn eru mörg álitamál varðandi nýtingu auðlinda og flest þeirra afar mikilvæg fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Það eru þessi álitamál sem verið er að forðast þegar menn taka þá lítt óvæntu og umdeildu afstöðu að segjast hlynntir nýtingu. Slík yfirlýsing merkir raunar ekki neitt nema að við eigum að gera ráð fyrir því að umræða um þessi mál sé orðin svo orwellsk að hugtakið nýting sé notað sem dulmál yfir rányrkju. Eitt mál að lokum: Tilraunir Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn hafa vakið upp þráláta umræðu um útbreiðslu kjarnorkuvopna og þann vanda sem steðjar að heimsbyggðinni vegna slíkra vopna. Á hinn bóginn veður sú hættulega klisja uppi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og þau ríki sem þar eiga sæti séu að beita sér fyrir afvopnun. Ekkert gæti verið fjær sanni. Það eru þessi fimm ríki sem eiga 99% slíkra vopna og hafa hunsað skýr tilmæli í 6. grein sáttmálans um útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) þar sem kveðið er á um að þau skuli afvopnast hið fyrsta (síðan eru liðin tæp 40 ár). Útbreiðslu kjarnorkuvopna til annarra ríkja, s.s. Ísraels, Indlands og Pakistan, má að öllu leyti rekja til þessara fimm kjarnorkuvelda. Það er til marks um þokukennda og villandi umræðu þegar fjölmiðlar sýna Condoleezzu Rice tala fjálglega um hættuna á vígbúnaðarkapphlaupi án þess að geta þess jafnframt að Bandaríkjastjórn átti frumkvæði að því að hefja slíkt kapphlaup á ný áratug eftir lok kalda stríðsins. Allt frá því að George W. Bush komst til valda, og raunar nokkru áður, hefur Bandaríkjastjórn varið ógrynni fjár í þróun nýrra kjarnorkuvopna þvert á alla sáttmála og þar með gert áratuga starf að afvopnun að engu þ.á m. lítilla sprengja sem var ítrekað hótað að nota í stríðinu gegn Írak. Umræða um kjarnorkuafvopnun er marklaus nema hún beinist einnig að þeim aðilum sem eiga kjarnorkuvopn, hafa beitt þeim og halda áfram að þróa slík vopn. Þokukennd umræða gagnast engum sem hefur góðan málstað að verja aðeins þeim sem hafa eitthvað annað í hyggju.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun