Flýr hverfið sitt 21. október 2006 10:45 Í sjálfsskoðun Jens Lekman hefur tekið sér frí frá upptökum á nýjustu breiðskífu sinni og spilar í kvöld á Iceland Airwaves. Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“ Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“