Mýrin rakar inn peningum í miðasölu 31. október 2006 06:00 Baltasar Kormákur á ekki orð yfir því hversu vel Íslendingar hafa tekið Mýrinni. Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum. Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum.
Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein