Tónlist

Jackson heiðraður

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi Michael Jackson verður heiðraður í London fyrir framlag sitt til tónlistar.
Tónlistarmaðurinn heimsfrægi Michael Jackson verður heiðraður í London fyrir framlag sitt til tónlistar.

Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun taka á móti heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til tónlistarinnar á heimstónlistarhátíðinni í London.

Hinn 48 ára Jackson hefur ekki komið opinberlega fram í Bretlandi í langan tíma og bíða því margir eftir því að sjá hann á hátíðinni.

Á hátíðinni eru þeir listamenn sem hafa selt meira en hundrað milljónir platna verðlaunaðir. Áður hefur m.a. Mariah Carey hlotið þessi heiðursverðlaun. Á meðal þeirra sem koma fram í London eru Beyonce, Katie Melua og Mary J. Blige.

Jackson hefur búið í Mið-Austurlöndum síðan hann var sýknaður af ákæru um að hafa misnotað ungan dreng kynferðislega. Er hann sagður vera að undirbúa nýja plötu, sem yrði sú fyrsta frá honum í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×