Næsta Who-plata 2. nóvember 2006 12:45 Tveir rokkarar á sjötugsaldri Roger Daltrey og Pete Townshend. Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Á lífi eru þeir Pete Townshend og Roger Daltrey. Á disknum nýja eru níu lög, þar af tíu mínútna ópus sem kallast Wire and Glass. Bandarísku útgáfunni fylgir dvd-diskur með tónleikum þeirra frá liðnu sumri í Lyon, en hér á landi verður hann án þess viðauka. Bæði gagnrýnandi Washington Post og Boston Globe eru hrifnir af verkinu og segja þá félaga feti framar flestum jafnaldra hljómsveitum frá sjöunda áratugnum sem enn eru að eða í öndunarvélum. Telja þeir upp fjölda laga sem hafa í sér gamla neistann sem sé til vitnis um að þeir félagar séu enn í þróun og síður en svo staðnaðir. Gagnrýnandi Times er ekki hrifinn og gefur disknum fjórar stjörnur, segir frægan raddstyrk Daltreys ekki svip hjá sjón og verkið standi langt að baki þeirra bestu verkum fyrr á tíð. Who var ein af unglingahljómsveitunum sem fram komu á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og áttu þeir hvað mestum vinsældum að fagna er rokkóperan Tommy kom út en hún var síðar kvikmynduð. Þeir gáfu út fjölda lagasafna og telja margir verk þeirra frá 1971, Who"s Next, vera eina bestu rokkplötu allra tíma. Von mun á Endless Wire í allar betri hljómlötuverslanir í dag. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Á lífi eru þeir Pete Townshend og Roger Daltrey. Á disknum nýja eru níu lög, þar af tíu mínútna ópus sem kallast Wire and Glass. Bandarísku útgáfunni fylgir dvd-diskur með tónleikum þeirra frá liðnu sumri í Lyon, en hér á landi verður hann án þess viðauka. Bæði gagnrýnandi Washington Post og Boston Globe eru hrifnir af verkinu og segja þá félaga feti framar flestum jafnaldra hljómsveitum frá sjöunda áratugnum sem enn eru að eða í öndunarvélum. Telja þeir upp fjölda laga sem hafa í sér gamla neistann sem sé til vitnis um að þeir félagar séu enn í þróun og síður en svo staðnaðir. Gagnrýnandi Times er ekki hrifinn og gefur disknum fjórar stjörnur, segir frægan raddstyrk Daltreys ekki svip hjá sjón og verkið standi langt að baki þeirra bestu verkum fyrr á tíð. Who var ein af unglingahljómsveitunum sem fram komu á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og áttu þeir hvað mestum vinsældum að fagna er rokkóperan Tommy kom út en hún var síðar kvikmynduð. Þeir gáfu út fjölda lagasafna og telja margir verk þeirra frá 1971, Who"s Next, vera eina bestu rokkplötu allra tíma. Von mun á Endless Wire í allar betri hljómlötuverslanir í dag.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“