Lísa í Sundralandi á leiksvið 2. nóvember 2006 14:00 Nútímaævintýri lísu Leikhópur og aðstandendur sýningarinnar Ó, fagra veröld. Mynd/anton brink Nýlega var fyrsti samlestur á desemberverki Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Það er eftir Bretann Anthony Neilson og kallast í þýðingu Þórarins Eldjárns Ó, fagra veröld en á frummálinu Wonderful world of dissosia. Þetta er nútíma ævintýri um Lísu í „Sundralandi“ eins og Þórarinn snýr út úr. Við fylgjum Lísu inn í undraheim geðveikinnar, litríkan heim ótrúlegra andstæðna þar sem Lísa mætir alls kyns dularfullum verum og lendir í krefjandi ævintýrum. Við fáum líka að skyggnast yfir landamærin þar sem við mætum náköldum raunveruleikanum, þar eru litirnir horfnir og Lísa þarf að takast á við hið raunverulega líf. Hvort er betra draumur eða veruleiki? Það er Benedikt Erlingsson sem leikstýrir en sviðsetning hans á Draumleik Strindbergs á stóra sviðinu vakti mikla athygli og lof fyrir fáum misserum og var verðlaunuð af Grímugenginu. Með honum er Gretar Reynisson sem var verðlaunaður fyrir sömu sýningu. Leikhópurinn er ekki stór: Ilmur Kristjánsdóttir, Laddi, Guðmundur Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þór Tulinius, Björn Ingi Hilmarsson, Bergur Þór Ingólfsson og Charlotte Böving. Ilmur snýr nú aftur til starfa eftir mæðraorlof og Charlotte Böving kemur nú á stóra sviðið undir stjórn bónda síns en hún er virt leikkona í heimalandi sínu, Danmörku. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýlega var fyrsti samlestur á desemberverki Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Það er eftir Bretann Anthony Neilson og kallast í þýðingu Þórarins Eldjárns Ó, fagra veröld en á frummálinu Wonderful world of dissosia. Þetta er nútíma ævintýri um Lísu í „Sundralandi“ eins og Þórarinn snýr út úr. Við fylgjum Lísu inn í undraheim geðveikinnar, litríkan heim ótrúlegra andstæðna þar sem Lísa mætir alls kyns dularfullum verum og lendir í krefjandi ævintýrum. Við fáum líka að skyggnast yfir landamærin þar sem við mætum náköldum raunveruleikanum, þar eru litirnir horfnir og Lísa þarf að takast á við hið raunverulega líf. Hvort er betra draumur eða veruleiki? Það er Benedikt Erlingsson sem leikstýrir en sviðsetning hans á Draumleik Strindbergs á stóra sviðinu vakti mikla athygli og lof fyrir fáum misserum og var verðlaunuð af Grímugenginu. Með honum er Gretar Reynisson sem var verðlaunaður fyrir sömu sýningu. Leikhópurinn er ekki stór: Ilmur Kristjánsdóttir, Laddi, Guðmundur Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þór Tulinius, Björn Ingi Hilmarsson, Bergur Þór Ingólfsson og Charlotte Böving. Ilmur snýr nú aftur til starfa eftir mæðraorlof og Charlotte Böving kemur nú á stóra sviðið undir stjórn bónda síns en hún er virt leikkona í heimalandi sínu, Danmörku.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira