Kammersveit á tónleikaferð 4. nóvember 2006 15:00 Félagar úr kammersveit reykjavíkur. Gera víðreist um landið og halda þrenna tónleika nú um helgina. Fyrst er stefnan tekin á Stykkishólmi MYND/Hörður Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Sex félagar úr sveitinni halda tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 í dag, þau Rut Ingólfsdóttir, fiðla og listrænn stjórnandi sveitarinnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Á morgun heldur sveitin tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði kl. 15 en að endingu verður leikið á Húsavík mánudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 í sal Borgarhólsskóla. Á efnisskrá tónleikanna þriggja eru Strengjakvintett Schuberts í C-dúr op. 163, sem oft er nefndur drottning kammerverkanna sökum hversu fallegur hann þykir, og píanótríó í a-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, annað tveggja píanótríóa sem Sveinbjörn samdi á sínum ferli og eru að öllum líkindum þau hin fyrstu sem Íslendingur hefur samið. Allt frá stofnun árið 1974 hefur Kammersveit Reykjavíkur átt fastan sess í íslensku tónlistarlífi. Sveitin hefur staðið fyrir reglulegum tónleikum í Reykjavík en einnig haldið tónleika víða um land, og farið í ótal tónleikaferðir víða erlendis. Mikilvægur liður í starfi Kammersveitarinnar, allt frá upphafi, hefur verið rækt við frumflutning og upptökur á nýjum íslenskum tónverkum. Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2003 fyrir geisladiska sína með Brandenborgarkonsertum Bachs. Tónleikarnir þrír eru liður í verkefninu „Tónleikar á landsbyggðinni“ á vegum F.Í.T. og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Verkefni þetta hefur verið við lýði, með hléum, frá árinu 1982 en um þrjátíu samstarfsaðilar víða um land koma að því. Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Sex félagar úr sveitinni halda tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 í dag, þau Rut Ingólfsdóttir, fiðla og listrænn stjórnandi sveitarinnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Á morgun heldur sveitin tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði kl. 15 en að endingu verður leikið á Húsavík mánudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 í sal Borgarhólsskóla. Á efnisskrá tónleikanna þriggja eru Strengjakvintett Schuberts í C-dúr op. 163, sem oft er nefndur drottning kammerverkanna sökum hversu fallegur hann þykir, og píanótríó í a-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, annað tveggja píanótríóa sem Sveinbjörn samdi á sínum ferli og eru að öllum líkindum þau hin fyrstu sem Íslendingur hefur samið. Allt frá stofnun árið 1974 hefur Kammersveit Reykjavíkur átt fastan sess í íslensku tónlistarlífi. Sveitin hefur staðið fyrir reglulegum tónleikum í Reykjavík en einnig haldið tónleika víða um land, og farið í ótal tónleikaferðir víða erlendis. Mikilvægur liður í starfi Kammersveitarinnar, allt frá upphafi, hefur verið rækt við frumflutning og upptökur á nýjum íslenskum tónverkum. Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2003 fyrir geisladiska sína með Brandenborgarkonsertum Bachs. Tónleikarnir þrír eru liður í verkefninu „Tónleikar á landsbyggðinni“ á vegum F.Í.T. og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Verkefni þetta hefur verið við lýði, með hléum, frá árinu 1982 en um þrjátíu samstarfsaðilar víða um land koma að því.
Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira