Fjölbreytt stemning á nýrri plötu 10. nóvember 2006 13:30 Hljómsveitin Í svörtum fötum er að gefa út sína fjórðu plötu. Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Hafþór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treystum okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumurinn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sólóplötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venjulega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Hafþór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treystum okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumurinn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sólóplötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venjulega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira