Tómas og kó í Dómó 10. nóvember 2006 14:30 Tómas R Einarsson tónlistarmaður Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af sveit sinni saman og telur í á Dómó-barnum nýja, Þingholtsstræti 5. Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina þeir Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófónn, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar Guðjónsson gítar, Einar V. Scheving trommur og slagverk og Eyþór Gunnarsson kóngatrommur. Þetta kvöld verður bara hitun fyrir alvöruslag: Hljómsveitin heldur til Kúbu í næstu viku og mun halda þar seinni útgáfutónleika vegna geisladisksins, þeir fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Þar syðra munu piltarnir leika í tónleikahöllinni Casa de la Música. Þar bætast í hópinn fimm Kúbverjar, eyjarskeggjar sem leika á disknum. Þeirra á meðal er trompetleikarinn Daniel "El Gordo" Ramos og tresgítarleikarinn César Hechevarría. Ekki hefur heyrst að íslenskar ferðaskrifstofur hyggist notfæra sér tækifærið og fljúga förmum af hrollköldum Íslendingum þangað suður þar sem sólin skín og rommið er drukkið ómælt, en gaman væri að vera þar fluga á vegg. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af sveit sinni saman og telur í á Dómó-barnum nýja, Þingholtsstræti 5. Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina þeir Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófónn, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar Guðjónsson gítar, Einar V. Scheving trommur og slagverk og Eyþór Gunnarsson kóngatrommur. Þetta kvöld verður bara hitun fyrir alvöruslag: Hljómsveitin heldur til Kúbu í næstu viku og mun halda þar seinni útgáfutónleika vegna geisladisksins, þeir fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Þar syðra munu piltarnir leika í tónleikahöllinni Casa de la Música. Þar bætast í hópinn fimm Kúbverjar, eyjarskeggjar sem leika á disknum. Þeirra á meðal er trompetleikarinn Daniel "El Gordo" Ramos og tresgítarleikarinn César Hechevarría. Ekki hefur heyrst að íslenskar ferðaskrifstofur hyggist notfæra sér tækifærið og fljúga förmum af hrollköldum Íslendingum þangað suður þar sem sólin skín og rommið er drukkið ómælt, en gaman væri að vera þar fluga á vegg.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira