Portus hrósað í Feneyjum 11. nóvember 2006 15:00 Byggingarlist Íslenski sýningarskálinn í Feneyjum. Íslenski hraunsteinninn og ljósaveggur Ólafs Elíassonar sem hann hannaði sérstaklega fyrir skálann og varpar síbreytilegri íslenskri sumarbirtu um skálann. mynd/Portus Group Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn. Athöfnin fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum en í dómnefnd voru Richard Sennett, Amyn Aga Khan, Anthony Gormley og Zaha Hadid. Verðlaunum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka, sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna ljónið fyrir sýningarskála borga, danski sýningarskálinn hlaut Gullna ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higuera+Sanches fyrir þróunarverkefnið "Brazil 44" í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar viðurkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir "framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen". Hinir voru japanski sýningarskálinn og sýningarskáli Makedóníu. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag í ár. Opnaði Dorrit Moussaieff forsetafrú íslenska skálann fyrir hönd menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík og verður hann opinn til loka næstu viku þegar tvíæringnum lýkur. Á Feneyjatvíæringnum í ár eru 145 sýningarskálar, þar af 48 sýningarskálar þjóða. Geta íslensku þátttakendurnir því verið sáttir við sinn hlut. Í sýningarskálanum er tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík kynnt ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni, sem er í samræmi við yfirskrift tvíæringsins í ár, "Borgir, byggingalist og samfélag". Hönnun hússins, sem unnin er af arkitektastofunni Hennings Larsen Tegnestue í samstarfi við Batteríið og listamanninun Ólaf Elíasson, er í brennidepli " en einnig er lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar- og ráðstefnuborg og Ísland sem vænlegan kost þeirra sem skipuleggja ráðstefnur og ferðir. Feneyjatvíæringurinn er einhver mikilvægasti vettvangurinn í heimi til kynningar á byggingalist en hann sækja að jafnaði meira en 100.000 manns hverju sinni, arkitektar, arkitektanemar, listamenn, blaðamenn og áhugamenn um hið byggða umhverfi. Kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu erlendis hófst sl. vor með samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu og þátttaka Íslands í Feneyja-tvíæringnum felur í sér afar mikilvægt tækifæri til að vekja alþjóðlega athygli á þessu metnaðarfulla verkefni. Það var eignarhaldsfélagið Portus hf., sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samning við um að byggja og reka tónlistar- og ráðstefnuhúsið, sem annaðist undirbúninginn í samráði við Austurhöfn TR, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg og skiptist kostnaðurinn við verkefnið á milli þeirra. Sýningarstjóri var Þórhallur Vilhjálmsson markaðsstjóri Eignarhaldsfélagsins Portus. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn. Athöfnin fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum en í dómnefnd voru Richard Sennett, Amyn Aga Khan, Anthony Gormley og Zaha Hadid. Verðlaunum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka, sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna ljónið fyrir sýningarskála borga, danski sýningarskálinn hlaut Gullna ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higuera+Sanches fyrir þróunarverkefnið "Brazil 44" í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar viðurkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir "framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen". Hinir voru japanski sýningarskálinn og sýningarskáli Makedóníu. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag í ár. Opnaði Dorrit Moussaieff forsetafrú íslenska skálann fyrir hönd menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík og verður hann opinn til loka næstu viku þegar tvíæringnum lýkur. Á Feneyjatvíæringnum í ár eru 145 sýningarskálar, þar af 48 sýningarskálar þjóða. Geta íslensku þátttakendurnir því verið sáttir við sinn hlut. Í sýningarskálanum er tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík kynnt ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni, sem er í samræmi við yfirskrift tvíæringsins í ár, "Borgir, byggingalist og samfélag". Hönnun hússins, sem unnin er af arkitektastofunni Hennings Larsen Tegnestue í samstarfi við Batteríið og listamanninun Ólaf Elíasson, er í brennidepli " en einnig er lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar- og ráðstefnuborg og Ísland sem vænlegan kost þeirra sem skipuleggja ráðstefnur og ferðir. Feneyjatvíæringurinn er einhver mikilvægasti vettvangurinn í heimi til kynningar á byggingalist en hann sækja að jafnaði meira en 100.000 manns hverju sinni, arkitektar, arkitektanemar, listamenn, blaðamenn og áhugamenn um hið byggða umhverfi. Kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu erlendis hófst sl. vor með samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu og þátttaka Íslands í Feneyja-tvíæringnum felur í sér afar mikilvægt tækifæri til að vekja alþjóðlega athygli á þessu metnaðarfulla verkefni. Það var eignarhaldsfélagið Portus hf., sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samning við um að byggja og reka tónlistar- og ráðstefnuhúsið, sem annaðist undirbúninginn í samráði við Austurhöfn TR, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg og skiptist kostnaðurinn við verkefnið á milli þeirra. Sýningarstjóri var Þórhallur Vilhjálmsson markaðsstjóri Eignarhaldsfélagsins Portus.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira