Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal 14. nóvember 2006 06:30 Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður. Magnús samdi talsvert af sönglögum en kunnast þeirra er hin erfiða voacalísa Sveitin milli sanda sem hefur komið út í fjölda gerða eftir að Elly Vilhjálms söng hana fyrst. Safndiskur Ásgerðar er áframhald á þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að eigin frumkvæði. Mörgum er í minni diskur hennar sem geymdi safn af nýjum sönglögum kvenskálda og kventónskálda sem Smekkleysa gaf út fyrir fáum árum og söngkonan fékk mikið lof fyrir. Ásgerður flutti í vor sem leið nokkur lög af þessu safni á minningarkvöldi um Magnús en í vinnslu er heimildarmynd um feril þessa merka tónskálds og fyrirhuguð útgáfa á verkum hans á vegum Smekkleysu. Er diskur Ásgerðar hluti af því plani. Alls eru 18 verk á disknum. Og að auki verða fimm „remix" af vocalísum Magnúsar eftir unga tónlistarmenn: þeirra Áka Ásgeirssonar, Þóru Marteinsdóttur, Davíðs Brynjars Franzsonar, Þuríðar Jónsdóttur, Einars Arnar Benediktssonar og Bibba Curver. Það er Árni Heimir Ingólfsson sem leikuyr undir söng Ásgerðar á píanó, en Þórhallur Steingrímsson á harmoníum og orgel. Upptökur fóru fram í Salnum og í Neskirkju. Diskurinn er væntanlegur til landsins. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður. Magnús samdi talsvert af sönglögum en kunnast þeirra er hin erfiða voacalísa Sveitin milli sanda sem hefur komið út í fjölda gerða eftir að Elly Vilhjálms söng hana fyrst. Safndiskur Ásgerðar er áframhald á þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að eigin frumkvæði. Mörgum er í minni diskur hennar sem geymdi safn af nýjum sönglögum kvenskálda og kventónskálda sem Smekkleysa gaf út fyrir fáum árum og söngkonan fékk mikið lof fyrir. Ásgerður flutti í vor sem leið nokkur lög af þessu safni á minningarkvöldi um Magnús en í vinnslu er heimildarmynd um feril þessa merka tónskálds og fyrirhuguð útgáfa á verkum hans á vegum Smekkleysu. Er diskur Ásgerðar hluti af því plani. Alls eru 18 verk á disknum. Og að auki verða fimm „remix" af vocalísum Magnúsar eftir unga tónlistarmenn: þeirra Áka Ásgeirssonar, Þóru Marteinsdóttur, Davíðs Brynjars Franzsonar, Þuríðar Jónsdóttur, Einars Arnar Benediktssonar og Bibba Curver. Það er Árni Heimir Ingólfsson sem leikuyr undir söng Ásgerðar á píanó, en Þórhallur Steingrímsson á harmoníum og orgel. Upptökur fóru fram í Salnum og í Neskirkju. Diskurinn er væntanlegur til landsins.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira