Roof Tops snúa aftur 16. nóvember 2006 14:00 Roof Tops 1969 Frá vinstri: Sveinn Guðjónsson, Guðni Pálsson, Gunnar Guðjónsson, Jón Pétur Jónsson og Ari Jónsson. Upp úr 1966 tók að heyrast hér tónlist sem stakk í stúf við gítargutlið sem drengjapoppið hafði sem megineinkenni. Fyrstu hljómarnir bárust hingað um Kanaútvarpið og takturinn var annar, söngurinn rámari og blár og saxó-fónar og önnur blásturstól áberandi. Sálartónlistin var hún kölluð og átti sér fyrst stað í ljósrauðu diskóteki á Grensásveginum og fór svo að hljóma um allt. Forframaðir menn gátu dregið upp amerískar plötur með hetjum á borð við Wilson Pickett og Otis Redding. Að ógleymdum stelpunum í Supremes. Einu mennirnir sem þorðu að taka þetta stöff upp og spila það voru Roof Tops, þótt aðrir legðu í sínar útgáfur, en alla aðra vantaði blásara. Hljómsveitin Roof Tops kom fyrst fram í veitingahúsinu Glaumbæ í mars 1968 og vakti fljótlega athygli fyrir taktfasta og hressilega danstónlist. Vorið 1969 kom út fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar, fjögurra laga plata þar sem meðal annars var að finna lagið Söknuð, sem náði gríðarlegum vinsældum sem seint virtust ætla að dvína. Í kjölfarið fylgdu fleiri hljómplötur, þar á meðal breiðplatan Transparency. Nú eru hljóðritanir með þessari vinsælu hljómsveit komnar saman í þriggja diska kassa. Þar er að finna efnið sem kom út í hljóðritunum í hljóðveri á einum disk, og á hinum diskunum tveimur eru upptökur frá dansleikjum með Roof Tops, annars vegar frá Ungó í Keflavík árið 1972 og hins vegar úr veitingahúsinu Tjarnarbúð árið 1974. Skömmu eftir áramótin 74/75 hætti hljómsveitin störfum. Upptöku af íslensku bítlahljómsveitunum á vettvangi dansleikjahaldsins eru ekki margar til. Aðstæður við slíkar upptökur voru erfiðar: mixborð voru ekki til fyrr en seinna. Þó eru til magnaðar upptökur í einkaeign af sumum þessara banda og það bíður betri tíma að hreinsa þær og koma á diska. Tiltæki Roof Tops er því kærkomið. Af þessu tilefni mun Roof Tops koma saman á kvöldskemmtun á Hótel Sögu á laugardagskvöldið kemur en rúm 30 ár eru nú liðin síðan þeir félagar léku síðast saman á dansleik. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Upp úr 1966 tók að heyrast hér tónlist sem stakk í stúf við gítargutlið sem drengjapoppið hafði sem megineinkenni. Fyrstu hljómarnir bárust hingað um Kanaútvarpið og takturinn var annar, söngurinn rámari og blár og saxó-fónar og önnur blásturstól áberandi. Sálartónlistin var hún kölluð og átti sér fyrst stað í ljósrauðu diskóteki á Grensásveginum og fór svo að hljóma um allt. Forframaðir menn gátu dregið upp amerískar plötur með hetjum á borð við Wilson Pickett og Otis Redding. Að ógleymdum stelpunum í Supremes. Einu mennirnir sem þorðu að taka þetta stöff upp og spila það voru Roof Tops, þótt aðrir legðu í sínar útgáfur, en alla aðra vantaði blásara. Hljómsveitin Roof Tops kom fyrst fram í veitingahúsinu Glaumbæ í mars 1968 og vakti fljótlega athygli fyrir taktfasta og hressilega danstónlist. Vorið 1969 kom út fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar, fjögurra laga plata þar sem meðal annars var að finna lagið Söknuð, sem náði gríðarlegum vinsældum sem seint virtust ætla að dvína. Í kjölfarið fylgdu fleiri hljómplötur, þar á meðal breiðplatan Transparency. Nú eru hljóðritanir með þessari vinsælu hljómsveit komnar saman í þriggja diska kassa. Þar er að finna efnið sem kom út í hljóðritunum í hljóðveri á einum disk, og á hinum diskunum tveimur eru upptökur frá dansleikjum með Roof Tops, annars vegar frá Ungó í Keflavík árið 1972 og hins vegar úr veitingahúsinu Tjarnarbúð árið 1974. Skömmu eftir áramótin 74/75 hætti hljómsveitin störfum. Upptöku af íslensku bítlahljómsveitunum á vettvangi dansleikjahaldsins eru ekki margar til. Aðstæður við slíkar upptökur voru erfiðar: mixborð voru ekki til fyrr en seinna. Þó eru til magnaðar upptökur í einkaeign af sumum þessara banda og það bíður betri tíma að hreinsa þær og koma á diska. Tiltæki Roof Tops er því kærkomið. Af þessu tilefni mun Roof Tops koma saman á kvöldskemmtun á Hótel Sögu á laugardagskvöldið kemur en rúm 30 ár eru nú liðin síðan þeir félagar léku síðast saman á dansleik.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira