Það hefur farið minna fyrir hiphop-tónlist á plötusölulistum í ár heldur en undanfarin ár. Nú eru hins vegar að koma út nýjar plötur með nokkrum af stærstu nöfnunum í rappinu. Vesturstrandarrapparinn The Game sendi frá sér plötu númer tvö, The Doctor's Advocate, nú í vikunni og í næstu viku koma nýjar plötur frá Snoop Dogg og Jay-Z. Trausti Júlíusson tók stöðuna.
Undanfarin ár hafa mest seldu plöturnar vestanhafs verið hip-hop-plötur. Mest hefur farið fyrir Eminem og 50 Cent, en fleiri hafa náð að selja mjög vel. Árið 2006 hefur enn ekki skilað neinni hip-hop-metsöluplötu. Það gæti þó breyst þar sem nokkrar stórar útgáfur koma út þessa dagana. P. Diddy sendi nýlega frá sér plötuna Press Play sem fór beint á toppinn á Billboard-listanum og nú í vikunni kom út ný plata með The Game.
Slettist upp á vinskapinn við Dr. Dre
New York rappkóngurinn Jay-Z tilkynnti eins og kunnugt er að hann væri hættur að búa til tónlist eftir gerð The Black Album árið 2003. Hann ætlaði að einbeita sér að því að stýra Def Jam útgáfunni og fatamerkinu Rocawear (sem velti 300 milljónum dollara 2004). Hann gat hins vegar ekki haldið sig frá tónlistinni og ný plata með honum, Kingdom Come, er væntanleg í næstu viku. Jay-Z er einn af færustu röppurum sögunnar. Hann er frægur fyrir það að skrifa aldrei rímurnar sínar niður á blað. Hann geymir þær í hausnum og svo rennur snilldin upp úr honum þegar á þarf að halda.
Dr. Dre, Just Blaze, Kanye West, The Neptunes og Swizz Beatz eru á meðal upptökustjóra á Kingdom Come og Pharrell, Usher, Beyoncé og John Legend á meðal gesta. Ekkert af þessu kemur sérstaklega á óvart. Það gerir hins vegar söngvarinn í síðasta laginu: Chris Martin. Það er margt mjög flott á Kingdom Come. Ekki samt lokalagið.
Snoop, Nas og Eminem með nýjar plöturOg það er von á fleiri stórum hip-hop-plötum á árinu. Snoop er með nýja plötu í næstu viku, nýju Nas-plötunni hefur verið frestað, en hún á samt að koma í desember og svo kemur ný plata frá Eminem, The Re-Up, 4. desember. Það er mix-plata unnin af DJ Whoo-Kid með fullt af nýju Eminem-efni...