Einfalt og hrífandi gospel 17. nóvember 2006 16:30 Eiríkur, Páll Óskar og Margrét Eir Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava leikur undir á plötunni ásamt Stjörnukór og mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Mikið var lagt í útsetningar og textagerð og eru mörg laganna nú sungin í fyrsta sinn á íslensku. Eiríkur Hauksson segist aldrei hafa sungið gospeltónlist áður en komist nálægt því í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var í nostalgíubandi sem heitir Aunt Mary þar sem ég spilaði á bassa og söng um tveggja ára skeið. Við héldum síðan tvenna stóra tónleika í samvinnu við norskan gospelkór," segir Eiríkur. „Ég hef alltaf voðalega gaman af að prófa eitthvað nýtt og þetta hljómaði vel, gospelfílingur með sinfóníuhljómsveit. Ég hef um árin haft gaman af gospeltónlist en kannski mest í gegnum kvikmyndir. Það sem hrífur mig mest er það sama og með blúsinn, sem er einfaldleikinn. Hljómalega séð er þetta einfaldara og textarnir eru auðskildir og mikið um endurtekningar," segir Eiríkur, sem tók strax þá ákvörðun að láta laglínurnar ráða ferðinni í söng sínum í stað þess að reyna að krydda þær mikið. Auk erlendra laga á borð við Amazing Grace, Go Down Moses og Swing Low eru tvö íslensk lög á plötunni. Lagið Horfðu til himins (Ný dönsk) og Við freistingum gæt þín. Íslenskir textar hafa verið gerðir við erlendu lögin á plötunni en til verksins voru fengnir margir af fremstu textahöfundum þjóðarinnar. Útgáfu þessa vandaða verks verður fylgt eftir með tónleikum í Grafarvogskirkju 12. desember næstkomandi. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava leikur undir á plötunni ásamt Stjörnukór og mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Mikið var lagt í útsetningar og textagerð og eru mörg laganna nú sungin í fyrsta sinn á íslensku. Eiríkur Hauksson segist aldrei hafa sungið gospeltónlist áður en komist nálægt því í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var í nostalgíubandi sem heitir Aunt Mary þar sem ég spilaði á bassa og söng um tveggja ára skeið. Við héldum síðan tvenna stóra tónleika í samvinnu við norskan gospelkór," segir Eiríkur. „Ég hef alltaf voðalega gaman af að prófa eitthvað nýtt og þetta hljómaði vel, gospelfílingur með sinfóníuhljómsveit. Ég hef um árin haft gaman af gospeltónlist en kannski mest í gegnum kvikmyndir. Það sem hrífur mig mest er það sama og með blúsinn, sem er einfaldleikinn. Hljómalega séð er þetta einfaldara og textarnir eru auðskildir og mikið um endurtekningar," segir Eiríkur, sem tók strax þá ákvörðun að láta laglínurnar ráða ferðinni í söng sínum í stað þess að reyna að krydda þær mikið. Auk erlendra laga á borð við Amazing Grace, Go Down Moses og Swing Low eru tvö íslensk lög á plötunni. Lagið Horfðu til himins (Ný dönsk) og Við freistingum gæt þín. Íslenskir textar hafa verið gerðir við erlendu lögin á plötunni en til verksins voru fengnir margir af fremstu textahöfundum þjóðarinnar. Útgáfu þessa vandaða verks verður fylgt eftir með tónleikum í Grafarvogskirkju 12. desember næstkomandi.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira