Bó á vinsældalista í Þýskalandi 17. nóvember 2006 13:15 Þjóðverjum fellur vel í geð flutningur Björgvins á laginu Eina ósk eftir Jóhann G. Jóhannsson. „Nei nei, og þó …jú," svarar Björgvin Halldórsson stórsöngvari spurður út í fréttir þess efnis að lagið Eina ósk í hans flutningi sé að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir. Á dögunum barst Björgvini tölvupóstur frá Christian Milling, útvarpsstjóra Radio 700 í Þýskalandi. Stöðin, sem nær til hálfrar annarrar milljónar heimila þar í landi, leggur áherslu á tónlist frá sjöunda áratugnum fram undir lok þess níunda og færði útvarpsstjórinn söngvaranum þær fréttir að Eina ósk hafi verið ofarlega á vinsældalista stöðvarinnar svo vikum skipti. „Þessi Christian vissi að ég hafði verið í Evróvisjón og fleiru og vill endilega taka viðtal við mig og gera tveggja tíma þátt um mig og tónlistina sem ég hef gert í gegnum tíðina," segir Björgvin. Þátturinn heitir Startreff og í þeim hefur verið rætt við nokkrar skærustu stjörnur Þýskalands, til dæmis Dieter-Thomas Heck, Hans Blum og Bernd Clüver. „Hann býðst til að taka viðtalið á þýsku, ensku, frönsku, allt eftir því hvað hentar mér. Ég hef náttúrlega tök á þessu öllu saman og get valið úr," segir Björgvin og slengir fram nokkrum þýskum orðum eins og ekkert sé. „Það er spurning hvort við tökum þetta ekki bara á esperanto." Björgvin segir gaman hversu lengi lög sín hafa lifað og ekki síst að það sé verið að spila lög á íslensku í útlöndum. „Ég fæ flutningsskýrslur víða að úr heiminum, aðallega Evrópu. Ég læt þó vera að tala um vinsældir í því sambandi, þær eru afstæðar. En það er ekki ónýtt að komast að í Þýskalandi, þetta er annar stærsti markaðurinn í heiminum," segir Björgvin, sem bíður spenntur eftir að Christian hringi hvað úr hverju. Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Nei nei, og þó …jú," svarar Björgvin Halldórsson stórsöngvari spurður út í fréttir þess efnis að lagið Eina ósk í hans flutningi sé að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir. Á dögunum barst Björgvini tölvupóstur frá Christian Milling, útvarpsstjóra Radio 700 í Þýskalandi. Stöðin, sem nær til hálfrar annarrar milljónar heimila þar í landi, leggur áherslu á tónlist frá sjöunda áratugnum fram undir lok þess níunda og færði útvarpsstjórinn söngvaranum þær fréttir að Eina ósk hafi verið ofarlega á vinsældalista stöðvarinnar svo vikum skipti. „Þessi Christian vissi að ég hafði verið í Evróvisjón og fleiru og vill endilega taka viðtal við mig og gera tveggja tíma þátt um mig og tónlistina sem ég hef gert í gegnum tíðina," segir Björgvin. Þátturinn heitir Startreff og í þeim hefur verið rætt við nokkrar skærustu stjörnur Þýskalands, til dæmis Dieter-Thomas Heck, Hans Blum og Bernd Clüver. „Hann býðst til að taka viðtalið á þýsku, ensku, frönsku, allt eftir því hvað hentar mér. Ég hef náttúrlega tök á þessu öllu saman og get valið úr," segir Björgvin og slengir fram nokkrum þýskum orðum eins og ekkert sé. „Það er spurning hvort við tökum þetta ekki bara á esperanto." Björgvin segir gaman hversu lengi lög sín hafa lifað og ekki síst að það sé verið að spila lög á íslensku í útlöndum. „Ég fæ flutningsskýrslur víða að úr heiminum, aðallega Evrópu. Ég læt þó vera að tala um vinsældir í því sambandi, þær eru afstæðar. En það er ekki ónýtt að komast að í Þýskalandi, þetta er annar stærsti markaðurinn í heiminum," segir Björgvin, sem bíður spenntur eftir að Christian hringi hvað úr hverju.
Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira