Tónað inn í aðventu á Melum 18. nóvember 2006 16:30 Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytur nýtt tónverk eftir Tryggva Baldvinsson á miðvikudag í Neskirkju. Kirkjur landsins eru í vaxandi mæli teknar að vera skjól listafólki vikurnar fyrir aðventu og á aðventunni sjálfri, rétt eins og listasamfélagið vilji eyða svartasta myrkrinu fyrir skemmstan dag. Þannig verður átak í Neskirkju vestur á Melum og hefst í dag. Tónlistarhátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventu“ er nú haldin í þriðja sinn. Markmið hátíðarinnar er að listamenn sem tengjast kirkjunni eða vesturbæ á einhvern hátt hafi vettvang til að koma fram undir einum hatti en einnig er markmiðið að setja á fót listahátíð vesturbæjar með aðsetur í Neskirkju þar sem ungir og aldnir sýni afrakstur vinnu sinnar. Enn er tónlistin allsráðandi og þetta árið verður boðið upp á níu tónleika í kirkjunni og er það fjölgun frá því í fyrra. Fyrstu tónleikarnir verða í dag kl. 13 og eru sameiginlegir milli nokkurra hópa í Vesturbæ en það er Tónskóli DoReMi, skólahljómsveit Vesturbæjar og barnakórar Neskirkju og Dómkirkju. Á morgun kl. 17 er komið að barrokktónlist Biber- tríósins sem vakið hefur athygli fyrir vandaðan flutning á tónlist sem aldrei heyrist hér á landi annars. Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrel bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari, halda sína árlegu tónleika á tónlistarhátíð Neskirkju. Gestur á tónleikunum verður Sigurður Halldórsson sellóleikari. Flutt verða verk eftir Locatelli, Valentini, Biber, Schmelzer og meistara Bach en öll eru þetta tónskáld barrokktímans. Biber-tríóið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlistarflutning sinn og lét tónlistargagnrýnandi Ríkisútvarpsins þau orð fjalla um tónleika tríósins fyrir ári að hann hefði aldrei heyrt Biber eins vel leikinn. Meðlimir tríósins eru einnig duglegir að grafa upp tónlist sem sjaldan er flutt og eru að öllum líkindum flest stykkin frumflutt á Íslandi á þessum tónleikum. Einnig er leikið sér með hljóðfærin og prófað nýstárlegar hljóðfæraskipanir. Á miðvikudag kl. 20.00 er svo komið að Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Þau munu flytja sinfóníu nr. 40 í g-moll eftir W. A. Mozart ásamt konsert fyrir selló og hljómsveit eftir J. Haydn. Auk þess verður flumflutt verk eftir Tryggva Baldvinsson sem kallast Sprint. Einleikari á tónleikunum verður Margrét Árnadóttir. Pamela De Sensi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika fjölbreytta tónlist í nýja safnaðarheimilinu í Neskirkju á fimmtudagskvöldinu kl. 20.30. Þar koma einnig fram leikarar sem er mikið gleðiefni því eitt af markmiðum „Tónað inn í aðventu“ er að leiklist komi meira inn. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kirkjur landsins eru í vaxandi mæli teknar að vera skjól listafólki vikurnar fyrir aðventu og á aðventunni sjálfri, rétt eins og listasamfélagið vilji eyða svartasta myrkrinu fyrir skemmstan dag. Þannig verður átak í Neskirkju vestur á Melum og hefst í dag. Tónlistarhátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventu“ er nú haldin í þriðja sinn. Markmið hátíðarinnar er að listamenn sem tengjast kirkjunni eða vesturbæ á einhvern hátt hafi vettvang til að koma fram undir einum hatti en einnig er markmiðið að setja á fót listahátíð vesturbæjar með aðsetur í Neskirkju þar sem ungir og aldnir sýni afrakstur vinnu sinnar. Enn er tónlistin allsráðandi og þetta árið verður boðið upp á níu tónleika í kirkjunni og er það fjölgun frá því í fyrra. Fyrstu tónleikarnir verða í dag kl. 13 og eru sameiginlegir milli nokkurra hópa í Vesturbæ en það er Tónskóli DoReMi, skólahljómsveit Vesturbæjar og barnakórar Neskirkju og Dómkirkju. Á morgun kl. 17 er komið að barrokktónlist Biber- tríósins sem vakið hefur athygli fyrir vandaðan flutning á tónlist sem aldrei heyrist hér á landi annars. Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrel bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari, halda sína árlegu tónleika á tónlistarhátíð Neskirkju. Gestur á tónleikunum verður Sigurður Halldórsson sellóleikari. Flutt verða verk eftir Locatelli, Valentini, Biber, Schmelzer og meistara Bach en öll eru þetta tónskáld barrokktímans. Biber-tríóið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlistarflutning sinn og lét tónlistargagnrýnandi Ríkisútvarpsins þau orð fjalla um tónleika tríósins fyrir ári að hann hefði aldrei heyrt Biber eins vel leikinn. Meðlimir tríósins eru einnig duglegir að grafa upp tónlist sem sjaldan er flutt og eru að öllum líkindum flest stykkin frumflutt á Íslandi á þessum tónleikum. Einnig er leikið sér með hljóðfærin og prófað nýstárlegar hljóðfæraskipanir. Á miðvikudag kl. 20.00 er svo komið að Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Þau munu flytja sinfóníu nr. 40 í g-moll eftir W. A. Mozart ásamt konsert fyrir selló og hljómsveit eftir J. Haydn. Auk þess verður flumflutt verk eftir Tryggva Baldvinsson sem kallast Sprint. Einleikari á tónleikunum verður Margrét Árnadóttir. Pamela De Sensi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika fjölbreytta tónlist í nýja safnaðarheimilinu í Neskirkju á fimmtudagskvöldinu kl. 20.30. Þar koma einnig fram leikarar sem er mikið gleðiefni því eitt af markmiðum „Tónað inn í aðventu“ er að leiklist komi meira inn.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira