Matreiðslubók á netinu 30. nóvember 2006 13:30 Indverskur matur nýtur mikilla vinsælda hérlendis, og á matseld.is má finna ýmsar einfaldar uppskriftir að góðgætinu. Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni. Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni.
Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira