Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði 30. nóvember 2006 06:45 Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir . Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir .
Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?