Reykjavík! gerist víðförul 4. desember 2006 14:00 Vegna frammistöðu sinnar uppskar sveitin þrjú boð á tónlistarhátíðir erlendis. MYND/Heiða Hljómsveitinni Reykjavík! hefur verið boðið að spila á þremur stórum hátíðum í byrjun næsta árs. Fyrst er það Eurosonic í Hollandi, því næst By:Larm í Noregi, og síðast en ekki síst hin veglega South by Southwest-hátíð í Texas í mars. „Við sóttum bara um á Eurosonic af einhverri rælni og förum á eigin vegum. Við fengum reyndar styrk frá Reykjavík Loftbrú líka,“ sagði Haukur S. Magnússon, gítarleikari Reykjavíkur!. Hátíðin sú er eins konar útvarpsstöðvastefna, og er Pétur Ben fulltrúi Ríkisútvarpsins þar í ár. By:Larm segir Haukur vera ætlaða sveitum af Norðurlöndunum, fyrst og fremst. „Ég held að hugmyndin sé að gefa einhvers konar mynd af skandinavísku tónlistarlífi,” sagði Haukur, en hátíðin sú ku vera vinsæl hjá bókurum á vegum Hróarskeldu. South by Southwest er þó langstærst. „Við vorum að fregna að við værum boðnir þangað. Það verður auðvitað skemmtilega subbulegt,“ sagði Haukur hlæjandi, en hljómsveitir á borð við Ske, Singapore Sling og Vínyl hafa spilað á hátíðinni á árum áður. Margir sem þar spila hafa plötusamninga eða boð um tónleika upp úr krafsinu, en Haukur segir það þó ekki vera aðalatriðið. „Þetta er aðallega skemmtilegt ferðalag. Hins vegar getur allt gerst og að sjálfsögðu reynum við að standa okkur eins vel og við getum,“ sagði hann. Haukur telur boðin vera til komin vegna frammistöðu sveitarinnar á Airwaves. Plata Reykjavíkur!, Glacial Landscapes, Religion, Oppression and Alcohol, gæti þó haft sitt að segja, en fyrsta upplag er nú uppselt hjá útgefanda. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitinni Reykjavík! hefur verið boðið að spila á þremur stórum hátíðum í byrjun næsta árs. Fyrst er það Eurosonic í Hollandi, því næst By:Larm í Noregi, og síðast en ekki síst hin veglega South by Southwest-hátíð í Texas í mars. „Við sóttum bara um á Eurosonic af einhverri rælni og förum á eigin vegum. Við fengum reyndar styrk frá Reykjavík Loftbrú líka,“ sagði Haukur S. Magnússon, gítarleikari Reykjavíkur!. Hátíðin sú er eins konar útvarpsstöðvastefna, og er Pétur Ben fulltrúi Ríkisútvarpsins þar í ár. By:Larm segir Haukur vera ætlaða sveitum af Norðurlöndunum, fyrst og fremst. „Ég held að hugmyndin sé að gefa einhvers konar mynd af skandinavísku tónlistarlífi,” sagði Haukur, en hátíðin sú ku vera vinsæl hjá bókurum á vegum Hróarskeldu. South by Southwest er þó langstærst. „Við vorum að fregna að við værum boðnir þangað. Það verður auðvitað skemmtilega subbulegt,“ sagði Haukur hlæjandi, en hljómsveitir á borð við Ske, Singapore Sling og Vínyl hafa spilað á hátíðinni á árum áður. Margir sem þar spila hafa plötusamninga eða boð um tónleika upp úr krafsinu, en Haukur segir það þó ekki vera aðalatriðið. „Þetta er aðallega skemmtilegt ferðalag. Hins vegar getur allt gerst og að sjálfsögðu reynum við að standa okkur eins vel og við getum,“ sagði hann. Haukur telur boðin vera til komin vegna frammistöðu sveitarinnar á Airwaves. Plata Reykjavíkur!, Glacial Landscapes, Religion, Oppression and Alcohol, gæti þó haft sitt að segja, en fyrsta upplag er nú uppselt hjá útgefanda.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira