Hátíðleikinn í Langholtskirkju í kvöld 12. desember 2006 13:30 Söngsveitin Fílharmonía. Magnús Ragnarsson stýrir sveitinni og verður nýtt verk eftir hann flutt á tónleikunum í kvöld.Fréttablaðið/rósa Söngsveitin Fílharmónía heldur síðari aðventutónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru tónverk tileinkuð Maríu mey ásamt jólalögum frá ýmsum löndum, meðal annars frá öllum Norðurlöndunum. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson. Einsöngvari að þessu sinni er Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona sem áður hefur komið fram með söngsveitinni í flutningi stórra kórverka og á aðventutónleikum, en slíkir tónleikar hafa verið fastur liður í starfi kórsins frá 1989. Á þeim tónleikum hefur jafnan verið flutt fjölbreytt jóla- og hátíðartónlist, íslensk og erlend, bæði ný og gömul. Söng-sveitin hefur gefið út tvo geisladiska með efni sem flutt hefur verið á þessum aðventutónleikum. Organisti á aðventutónleikunum nú er Kári Þormar. Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð árið 1959 til að flytja stór kórverk með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur allt frá því tekið þátt eða staðið fyrir flutningi flestra helstu kórverka tónbókmenntanna. Nefna má sem dæmi verk eftir Beethoven, Brahms, Händel, Haydn, Mozart og Verdi og íslensku tónskáldin Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Í ríflega tuttugu ár hefur kórinn starfað á eigin vegum og fengið fjölda hljóðfæraleikara og einsöngvara til liðs við sig eftir því sem verkefnin hafa gefið tilefni til hverju sinni. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngsveitin Fílharmónía heldur síðari aðventutónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru tónverk tileinkuð Maríu mey ásamt jólalögum frá ýmsum löndum, meðal annars frá öllum Norðurlöndunum. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson. Einsöngvari að þessu sinni er Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona sem áður hefur komið fram með söngsveitinni í flutningi stórra kórverka og á aðventutónleikum, en slíkir tónleikar hafa verið fastur liður í starfi kórsins frá 1989. Á þeim tónleikum hefur jafnan verið flutt fjölbreytt jóla- og hátíðartónlist, íslensk og erlend, bæði ný og gömul. Söng-sveitin hefur gefið út tvo geisladiska með efni sem flutt hefur verið á þessum aðventutónleikum. Organisti á aðventutónleikunum nú er Kári Þormar. Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð árið 1959 til að flytja stór kórverk með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur allt frá því tekið þátt eða staðið fyrir flutningi flestra helstu kórverka tónbókmenntanna. Nefna má sem dæmi verk eftir Beethoven, Brahms, Händel, Haydn, Mozart og Verdi og íslensku tónskáldin Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Í ríflega tuttugu ár hefur kórinn starfað á eigin vegum og fengið fjölda hljóðfæraleikara og einsöngvara til liðs við sig eftir því sem verkefnin hafa gefið tilefni til hverju sinni.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira