Rokkplata ársins? 13. desember 2006 16:00 Views of Distant Towns er ekki lengri en tæpur hálftími, en þvílíkur hálftími! Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Stjörnur: 4 Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“