Menningarverðmæti í hættu 20. desember 2006 00:01 Minnstu munaði að mikil menningarverðmæti í eigu Náttúrugripasafns Íslands yrðu fyrir vatnstjóni í vikunni sem leið. Meðal gripa sem við lá að skemmdust var síðasti geirfuglinn, sem með samstilltu átaki var keyptur hingað til lands fyrir metfé snemma á áttunda áratugnum. Þarna skall hurð nærri hælum og þakka má fyrir að ekki fór verr. Heppnin var ekki eins hliðholl Náttúrufræðistofnun í sumar sem leið þegar um 2.000 sýnum og rannsóknargögnum í eigu safnsins var hent eftir að rafmagnstruflanir höfðu orðið í frystigeymslu þar sem gögnin voru varðveitt. Ófarir Náttúrufræðistofnunar og Náttúrugripasafnsins hafa gefið tilefni til að minna á óhemjubágan húsakost sem stofnunin býr við í skrifstofuhúsnæði við Hlemm og safnkost og gögn sem eru í geymslum hér og þar. Einnig hefur verið rifjað upp að árið 1991 gerðu ríkið, Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands með sér samkomulag um að reisa Náttúruhús í Vatnsmýri, á lóð milli Öskju, húss raunvísindadeildar Háskóla Íslands, og Norræna hússins. Enn mun gert ráð fyrir Náttúruhúsi á þessari lóð samkvæmt skipulagi. Hús þetta átti að rísa á árunum 1994 til 1998 en dagaði uppi án þess að aðrar ákvarðanir um framtíðarhúsnæði stofnananna tveggja væru teknar. Ríkisstjórnin ræddi í gær á fundi sínum, að frumkvæði Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, um málefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og tilefnið var ærið. Auk þess sem rætt var um bráðan vanda í geymslumálum safnsins voru helstu niðurstöður ríkisstjórnarinnar að ekki væri vilji til að skilja Náttúrugripasafnið og Náttúrufræðistofnun að og því ólíklegt að safninu yrði fundinn staður á landsbyggðinni. Að öðru leyti er þjóðin engu nær um framtíð Náttúrufræðistofnunar og Náttúrugripasafns. Varðveisla gagna og safnkosts Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrugripasafnsins er óviðunandi og til háborinnar skammar. Sömuleiðis allur annar aðbúnaður stofnananna, til dæmis aðstöðuleysi til sýninga á safnkosti sem þó er fyrir hendi. Á vegum Náttúrufræðistofnunar eru varðveittar um fimm milljónir náttúrugripa sem engan veginn nýtast sem skyldi, hvorki til rannsókna né á sýningum fyrir almenning og ferðamenn. Þjóð sem hirðir ekki betur um menningarverðmæti sín getur vart staðið undir nafni sem menningarþjóð. Fréttir undanfarinna vikna og mánaða af skemmdum á gögnum og safnkosti sem við lá að skemmdist gefa einnig tilefni til að velta því upp hvort hugsanlega sé víðar pottur brotinn í varðveislu menningarverðmæta og rannsóknargagna íslenskra safna og stofnana. Þjóð sem hirðir ekki betur um menningarverðmæti sín getur vart staðið undir nafni sem menningarþjóð. Steinunn Stefánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun
Minnstu munaði að mikil menningarverðmæti í eigu Náttúrugripasafns Íslands yrðu fyrir vatnstjóni í vikunni sem leið. Meðal gripa sem við lá að skemmdust var síðasti geirfuglinn, sem með samstilltu átaki var keyptur hingað til lands fyrir metfé snemma á áttunda áratugnum. Þarna skall hurð nærri hælum og þakka má fyrir að ekki fór verr. Heppnin var ekki eins hliðholl Náttúrufræðistofnun í sumar sem leið þegar um 2.000 sýnum og rannsóknargögnum í eigu safnsins var hent eftir að rafmagnstruflanir höfðu orðið í frystigeymslu þar sem gögnin voru varðveitt. Ófarir Náttúrufræðistofnunar og Náttúrugripasafnsins hafa gefið tilefni til að minna á óhemjubágan húsakost sem stofnunin býr við í skrifstofuhúsnæði við Hlemm og safnkost og gögn sem eru í geymslum hér og þar. Einnig hefur verið rifjað upp að árið 1991 gerðu ríkið, Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands með sér samkomulag um að reisa Náttúruhús í Vatnsmýri, á lóð milli Öskju, húss raunvísindadeildar Háskóla Íslands, og Norræna hússins. Enn mun gert ráð fyrir Náttúruhúsi á þessari lóð samkvæmt skipulagi. Hús þetta átti að rísa á árunum 1994 til 1998 en dagaði uppi án þess að aðrar ákvarðanir um framtíðarhúsnæði stofnananna tveggja væru teknar. Ríkisstjórnin ræddi í gær á fundi sínum, að frumkvæði Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, um málefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og tilefnið var ærið. Auk þess sem rætt var um bráðan vanda í geymslumálum safnsins voru helstu niðurstöður ríkisstjórnarinnar að ekki væri vilji til að skilja Náttúrugripasafnið og Náttúrufræðistofnun að og því ólíklegt að safninu yrði fundinn staður á landsbyggðinni. Að öðru leyti er þjóðin engu nær um framtíð Náttúrufræðistofnunar og Náttúrugripasafns. Varðveisla gagna og safnkosts Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrugripasafnsins er óviðunandi og til háborinnar skammar. Sömuleiðis allur annar aðbúnaður stofnananna, til dæmis aðstöðuleysi til sýninga á safnkosti sem þó er fyrir hendi. Á vegum Náttúrufræðistofnunar eru varðveittar um fimm milljónir náttúrugripa sem engan veginn nýtast sem skyldi, hvorki til rannsókna né á sýningum fyrir almenning og ferðamenn. Þjóð sem hirðir ekki betur um menningarverðmæti sín getur vart staðið undir nafni sem menningarþjóð. Fréttir undanfarinna vikna og mánaða af skemmdum á gögnum og safnkosti sem við lá að skemmdist gefa einnig tilefni til að velta því upp hvort hugsanlega sé víðar pottur brotinn í varðveislu menningarverðmæta og rannsóknargagna íslenskra safna og stofnana. Þjóð sem hirðir ekki betur um menningarverðmæti sín getur vart staðið undir nafni sem menningarþjóð. Steinunn Stefánsdóttir
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun