So Divided - þrjár stjörnur 29. desember 2006 11:30 So Divided ... And You Will Know Us By the Trail of Dead. Ekki beint vonbrigði en Trail of Dead á enn mikið inni. Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira