Viðskipti innlent

Actavis kaupir Fako allt

Actavis hefur keypt 11 prósenta hlut í tyrkneska samheitalyfjafyrirtækinu Fako fyrir 20,4 milljónir Bandaríkjadala. Fako er nú að fullu í eigu Actavis, en í desember 2003 keypti Actavis 89 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 63 milljónir dala.

Fako, sem er fimmta stærsta samheitalyfjafyrirtæki í Tyrklandi, sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, auk þess að þróa og framleiða hráefni til lyfjagerðar.

Starfsmenn Fako eru um 1.200. Félagið er með höfuðstöðvar í Istanbúl og rekur tíu söluskrifstofur í Tyrklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×