Ærulausir menn, heybrækur og klöguskjóður 9. mars 2006 23:04 Eitt af átrúnaðargoðum Sovétríkjanna gömlu var Pavlik Morozov, lítill drengur, Komsomol-liði, sem klagaði pabba sinn til lögreglunnar vegna þess að þau höfðu falið korn - sem bændurnir máttu ekki halda eftir. Pavlik litli var fyrir vikið barinn til bana af íbúum þorpsins þar sem hann átti heima - en siðferðið í ríkinu var svo sérstætt að Pavel var gerður að fyrirmynd ungmenna frá Leníngrad austur til Síberíu. Það voru reistar af honum styttur, af honum héngu myndir í æskulýðsheimilum, sumarbúðir voru nefndar í höfuðið á honum. Því segi ég frá þessu að í Coloradoríki í Bandaríkjunum er komið upp dálítið svipað mál. Það snýst um 16 ára skólapilt, Sean Allen, sem tók upp á mp3-spilara orð landafræðikennara síns um utanríkisstefnu George Bush. Fór svo og klagaði. Sumir skólafélagarnir hafa kallað Allen heybrók og klöguskjóðu, en kennarinn, Jay Bennish, hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Bill Owens, ríkisstjóri í Colorado, hefur ausið piltinn lofi fyrir þegnskapinn, finnst hann vera alveg til fyrirmyndar, en kennarinn, segir hann, verður að svara til saka fyrir orð sín. Hinn ungi Morosov - afsakið Allen - ætlar hins vegar að skipta um skóla og hefur þegar verið kallaður í viðtal hjá föðurlandsvinunum á Fox News. --- --- --- Talandi um heybrækur. Hvað á að gera við manninn sem setti einkabréf Jónínu Benediktsdóttur á netið? Helst vonar maður að lögreglan hafi hendur í hári hans. Eða er kannski nóg að birta nafn hans í blöðunum - ef hægt verður að komast að því? Ég get varla hugsað mér ærulausari mann en þennan náunga. Hins vegar hef ég efasemdir um lokun Málefnavefsins. Þar var oft að finna ágæt skrif - ég varð sjaldnast var við að þetta væri rotþró eins og Reynir Trausta og Jakob Bjarnar hafa haldið fram. Ég segi ekki að þarna hafi verið glæsilegt þversnið af þjóðinni - en stundum rakst maður á sjónarmið og hugmyndir sem ekki er að finna í meginstraumi fjölmiðlanna. Sumir sem þarna hafa skrifað eru bara býsna snjallir stjórnmálaskýrendur. Ég held til dæmis að á spjallsvæðinu sem ber öfugnefnið Barnaland sé að finna miklu meiri geðveiki. Á köflum hafa reyndar verið opnir þetta tveir-þrír þræðir á Málefnunum með alls kyns blammeringum á sjálfan mig - en ég get eiginlega ekki sagt að ég hafi misst svefn yfir því. Það væri bjánalegt að halda að maður ætti eintóma aðdáendur. --- --- --- Þú ert að grínast, segir Kári stundum við mig með skrítnum svip, fullum af vantrú, þegar ég er að bulla við hann. Mér varð eins við þegar ég las Staksteina um Finn Ingólfsson - þú ert að grínast. En það er víst ekki. Það eru ýmsir að biðja Finn um að koma aftur. Mér er meira að segja tjáð að slíkar hugmyndir hafi verið uppi nokkuð lengi. Það ber vitni um mikla forystukreppu í Framsókn. Finnur var óvinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi þegar hann lét sig hverfa. Annars held ég að Siv ætli að verða formaður flokksins - hún stefnir rakleitt í þá átt. Þess vegna þvældist Árni Magnússon svo mikið fyrir henni. Björn Ingi hefur of litla reynslu til að veita henni keppni. Siv er hins vegar umdeild, ekki síst innan þingflokksins. En þetta fer að verða áleitin spurning - ætlar Halldór Ásgrímsson virkilega að leiða Framsókn í enn einum kosningum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun
Eitt af átrúnaðargoðum Sovétríkjanna gömlu var Pavlik Morozov, lítill drengur, Komsomol-liði, sem klagaði pabba sinn til lögreglunnar vegna þess að þau höfðu falið korn - sem bændurnir máttu ekki halda eftir. Pavlik litli var fyrir vikið barinn til bana af íbúum þorpsins þar sem hann átti heima - en siðferðið í ríkinu var svo sérstætt að Pavel var gerður að fyrirmynd ungmenna frá Leníngrad austur til Síberíu. Það voru reistar af honum styttur, af honum héngu myndir í æskulýðsheimilum, sumarbúðir voru nefndar í höfuðið á honum. Því segi ég frá þessu að í Coloradoríki í Bandaríkjunum er komið upp dálítið svipað mál. Það snýst um 16 ára skólapilt, Sean Allen, sem tók upp á mp3-spilara orð landafræðikennara síns um utanríkisstefnu George Bush. Fór svo og klagaði. Sumir skólafélagarnir hafa kallað Allen heybrók og klöguskjóðu, en kennarinn, Jay Bennish, hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Bill Owens, ríkisstjóri í Colorado, hefur ausið piltinn lofi fyrir þegnskapinn, finnst hann vera alveg til fyrirmyndar, en kennarinn, segir hann, verður að svara til saka fyrir orð sín. Hinn ungi Morosov - afsakið Allen - ætlar hins vegar að skipta um skóla og hefur þegar verið kallaður í viðtal hjá föðurlandsvinunum á Fox News. --- --- --- Talandi um heybrækur. Hvað á að gera við manninn sem setti einkabréf Jónínu Benediktsdóttur á netið? Helst vonar maður að lögreglan hafi hendur í hári hans. Eða er kannski nóg að birta nafn hans í blöðunum - ef hægt verður að komast að því? Ég get varla hugsað mér ærulausari mann en þennan náunga. Hins vegar hef ég efasemdir um lokun Málefnavefsins. Þar var oft að finna ágæt skrif - ég varð sjaldnast var við að þetta væri rotþró eins og Reynir Trausta og Jakob Bjarnar hafa haldið fram. Ég segi ekki að þarna hafi verið glæsilegt þversnið af þjóðinni - en stundum rakst maður á sjónarmið og hugmyndir sem ekki er að finna í meginstraumi fjölmiðlanna. Sumir sem þarna hafa skrifað eru bara býsna snjallir stjórnmálaskýrendur. Ég held til dæmis að á spjallsvæðinu sem ber öfugnefnið Barnaland sé að finna miklu meiri geðveiki. Á köflum hafa reyndar verið opnir þetta tveir-þrír þræðir á Málefnunum með alls kyns blammeringum á sjálfan mig - en ég get eiginlega ekki sagt að ég hafi misst svefn yfir því. Það væri bjánalegt að halda að maður ætti eintóma aðdáendur. --- --- --- Þú ert að grínast, segir Kári stundum við mig með skrítnum svip, fullum af vantrú, þegar ég er að bulla við hann. Mér varð eins við þegar ég las Staksteina um Finn Ingólfsson - þú ert að grínast. En það er víst ekki. Það eru ýmsir að biðja Finn um að koma aftur. Mér er meira að segja tjáð að slíkar hugmyndir hafi verið uppi nokkuð lengi. Það ber vitni um mikla forystukreppu í Framsókn. Finnur var óvinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi þegar hann lét sig hverfa. Annars held ég að Siv ætli að verða formaður flokksins - hún stefnir rakleitt í þá átt. Þess vegna þvældist Árni Magnússon svo mikið fyrir henni. Björn Ingi hefur of litla reynslu til að veita henni keppni. Siv er hins vegar umdeild, ekki síst innan þingflokksins. En þetta fer að verða áleitin spurning - ætlar Halldór Ásgrímsson virkilega að leiða Framsókn í enn einum kosningum?
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun