Viðskipti innlent

Smáralind tapaði 101 milljón króna

Úr Smáralind.
Úr Smáralind. Mynd/Heiða Helgadóttir
Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára.

Heildareignir Smáralindar voru rétt rúmir tíu milljarðar í árslok, þar af var verslunarmiðstöðin metin á 9,6 milljarða. Sökum þeirra uppgjörsreglna, sem félagið beitir, hefur húsnæðið ekki verið endurmetið í ljósi fasteignahækkana.

Eigið fé félagsins var 1.754 milljónir í lok árs.

Gestaaukning í verslunarmiðstöðinni var 4,4 prósent á síðasta ári en veltuaukning var talsvert meiri eða fimmtán prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×