Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána 30. mars 2006 17:29 MYND/GVA Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Málshefjandinn Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum vakti athygli á því að skuldir þjóðarbúsins við útlönd umfram eignir hefðu aukist um 270 milljarða í fyrra. Hann benti einnig á að í því efnahagsumróti sem verið hefði síðustu vikur með neikvæðri umræðu um stöðu bankanna og lækkun á gengi krónunnar væri hætta á verðbólguskoti með tilheyrandi skuldaaukningu fyrir þjóðina. Hann spurði því forsætisráðherra meðal annars hvort til greina kæmi að afnema verðtryggingu til þess að lánastofnanir yrðu varkárari í útlánum og tækju þannig á sig aukna áhættu vegna hækkandi verðbólgu. Sigurjón sagði enn fremur að með núverandi verðtryggingu myndi hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavinum bankanna þar sem þeir væru tryggðir í bak og fyrir. Frjálslyndir teldu að ef verðtryggingin yrði afnumin yrði erlend lántaka bankanna mun varfærnari. Forsætisráðherra sagði óhjákvæmilegt að taka tillit til eigna þegar skuldir væru metnar og benti á að skuldir ríkissjóðs hefðu minnkað hröðum skrefum. Skuldastaða heimilanna væri vissulega áhyggjuefni eignir þeirra hefðu aukist um 1200 milljarða á síðustu árum. Hann sagði verðtryggingu á vissan hátt gallaða en erfitt væri að afnema hana nú. Hann sagði að ef taka ætti upp gengistryggingu í staðinn lægi það fyrir að lán yrðu meira eða minna í erlendri mynt í stað íslenskra króna. Til lengri tíma litið teldi hann að stefna bæri að því að afnema verðtryggingu en við þau skilyrði sem nú væru uppi sæi hann ekki forsendur til þess. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu stjórnvöld ekki standa sig í efnahagsstjórninni og bent var á að Seðlabankinn hefði hækkað stýri vexti í þrettánda sinn í morgun frá maí 2004. Stjórnarþingmenn sögðu hins vegar að þjóðin hefði aldrei verið betur í stakk búin til að borgar skuldir. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á að menn þyrftu að hafa þrek til þess að varðveita þann árangur sem náðst hefði Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Málshefjandinn Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum vakti athygli á því að skuldir þjóðarbúsins við útlönd umfram eignir hefðu aukist um 270 milljarða í fyrra. Hann benti einnig á að í því efnahagsumróti sem verið hefði síðustu vikur með neikvæðri umræðu um stöðu bankanna og lækkun á gengi krónunnar væri hætta á verðbólguskoti með tilheyrandi skuldaaukningu fyrir þjóðina. Hann spurði því forsætisráðherra meðal annars hvort til greina kæmi að afnema verðtryggingu til þess að lánastofnanir yrðu varkárari í útlánum og tækju þannig á sig aukna áhættu vegna hækkandi verðbólgu. Sigurjón sagði enn fremur að með núverandi verðtryggingu myndi hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavinum bankanna þar sem þeir væru tryggðir í bak og fyrir. Frjálslyndir teldu að ef verðtryggingin yrði afnumin yrði erlend lántaka bankanna mun varfærnari. Forsætisráðherra sagði óhjákvæmilegt að taka tillit til eigna þegar skuldir væru metnar og benti á að skuldir ríkissjóðs hefðu minnkað hröðum skrefum. Skuldastaða heimilanna væri vissulega áhyggjuefni eignir þeirra hefðu aukist um 1200 milljarða á síðustu árum. Hann sagði verðtryggingu á vissan hátt gallaða en erfitt væri að afnema hana nú. Hann sagði að ef taka ætti upp gengistryggingu í staðinn lægi það fyrir að lán yrðu meira eða minna í erlendri mynt í stað íslenskra króna. Til lengri tíma litið teldi hann að stefna bæri að því að afnema verðtryggingu en við þau skilyrði sem nú væru uppi sæi hann ekki forsendur til þess. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu stjórnvöld ekki standa sig í efnahagsstjórninni og bent var á að Seðlabankinn hefði hækkað stýri vexti í þrettánda sinn í morgun frá maí 2004. Stjórnarþingmenn sögðu hins vegar að þjóðin hefði aldrei verið betur í stakk búin til að borgar skuldir. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á að menn þyrftu að hafa þrek til þess að varðveita þann árangur sem náðst hefði
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent