300 nördar hafa skráð sig 18. maí 2006 13:27 Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is Lífið Menning Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is
Lífið Menning Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira