Lífið

Nýtt listaverk á Bessastaði

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku í dag, föstudaginn 19. maí kl. 13:00, við umfangsmiklu listaverki sem grunnskólanemendur úr Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi hafa sett upp norðan við heimreiðina að Bessastöðum. Verkið er afhent á árlegum Margæsadegi og verður til sýnis næstu tvær vikur.

Listaverkið var unnið af írska listamanninum Jim Russel í samvinnu við Álftanesskóla, norður-írska skóla og WWT (Wildfowl and Wetlands Trust) á Norður-Írlandi og fyrst sett upp á Norður-Írlandi í fyrra. Verkið er byggt á fjölmörgum myndum af margæs sem í heild sinni skapa verk sem er 15 x 23 metrar að umfangi.

Allir nemendur í Álftanesskóla helga margæsinni krafta sína í dag og nemendur í 7. bekk vinna að uppsetningu verksins í samvinnu við nemendur úr Nerdrum College frá Norður-Írlandi sem hér eru í heimsókn ásamt kennurum sínum.

Um þessar mundir eru mörg hundruð margæsir á Bessastaðatúnunum sem hingað komu fyrir skömmu frá Írlandi og Skotlandi á leið sinni til varpstöðva á norðanverðu Grænlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×