Á elleftu stundu 19. maí 2006 17:47 Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni. Cannes Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni.
Cannes Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira