Ásakaðir um hrottafengin morð 27. maí 2006 21:04 Vídeómyndir sem fjölmiðlafræðinemi í Haditha tók. Þær sýna eitthvað sem lítur út fyrir að vera líkhús sem sett var upp eftir morðin. Time Magazine fékk myndirnar frá Hammurabi mannréttindasamtökunum. MYND/AP Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib. Bandaríkin Írak Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib.
Bandaríkin Írak Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira