Ásakaðir um hrottafengin morð 27. maí 2006 21:04 Vídeómyndir sem fjölmiðlafræðinemi í Haditha tók. Þær sýna eitthvað sem lítur út fyrir að vera líkhús sem sett var upp eftir morðin. Time Magazine fékk myndirnar frá Hammurabi mannréttindasamtökunum. MYND/AP Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib. Bandaríkin Írak Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib.
Bandaríkin Írak Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira