Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd 2. júní 2006 14:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Lífið Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.
Lífið Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira