Gott skipulag er gulli betra 1. júlí 2006 10:00 Mynd/hh Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda
Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira