Morrissey mætir á klakann - Miðasala hefst á morgun 17. júlí 2006 10:30 Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana. Lífið Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana.
Lífið Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira