Viðskipti innlent

Hagnaður Lýsingar hf. 455 milljónir króna

Eignarleigu- og fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Exista hf., skilaði 455 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Útlán jukust um 45,8 prósent og námu þau tæpum 54 milljörðum króna í lok tímabilsins. Viðskiptamönnum Lýsingar, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, fjölgaði verulega á tímabilinu.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands um uppgjör fyrirtækisins kemur fram að vanskil hafi verið mjög góð á tímabilinu og hafi afskrifaðar tapaðar kröfur af útlanum numið 0,26 prósentum við upphaf árs. Þetta er nokkuð lægri afskriftir en þær hafi verið 0,39 prósent að meðaltali síðastliðin fimm ár.

Þá var eigið fé Lýsingar hf. í lok tímabilsins 4,3 milljarðar króna en víkjandi skuldir voru tæpir 1,3 milljarðar króna.

Þá kemur fram í tilkynningunni að enn séu sóknarfæri til staðar. Bendi ekkert til annars en að það sem eftir lifi árs geti orðið félaginu farsælt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×