Viðskipti innlent

Tap hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan í Neskaupstað.
Síldarvinnslan í Neskaupstað.

Síldarvinnslan í Neskaupsstað tapaði 204 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtækið 728,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Síldarvinnslunnar segir að útlit sé fyrir að rekstur félagsins verði þokkalegur á síðari hluta árs.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri helmingi ársins hafi numið tæpum 4,8 milljörðum króna kostnaðarverð sölu rúmum 3,7 milljörðum króna. Vergur hagnaður var því rétt rúmur 1 milljarður króna.

Aðrar tekjur samstæðunnar voru 175 milljónir króna.

Útflutningskostnaður var 210 milljónir króna, skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 106 milljónir króna og annar rekstrarkostnaður nam 42 milljónum króna. Rekstrarhagnaður var því 843 milljónir króna, að því er segir í uppgjörinu.

Tap samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 261 milljón króna.

Í uppgjörinu segir ennfremur að þrátt fyrir afar lélega loðnuvertíð síðasta vetur hafi hagstætt heimsmarkaðsverð á mjöli og lýsi og veiking íslensku krónunnar gert það að verkum að afkoma fyrir fjármagnsliði sé svipuð og á fyrri hluta síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×