Viðskipti innlent

Skúli Eggert ráðinn ríkisskattstjóri

Skúli Eggert Þórðarsson.
Skúli Eggert Þórðarsson. Mynd/Stefán Jökull

Fjármálaráðherra ákvað í dag að Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, taki við embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar á næsta ári. Indriði H. Þorláksson, núverandi ríkisskattstjóri, lætur af embætti 1. október næstkomandi og mun Ingvar Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri, gegn starfi hans til áramót.

Ákvörðun um flutning Skúla Eggerts í embætti ríkisskattstjóra

er tekin á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimild til flutnings embættismanna ríkisins milli starfa.

Skúli Eggert Þórðarson er fæddur árið 1953. Hann er lögfræðingur að mennt. Skúli Eggert var forstöðumaður staðgreiðsludeildar og síðar tekjuskattsdeildar ríkisskattstjóraembættisins á árunum 1987-1990, vararíkisskattstjóri á árunum 1990-1993 og hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 1993.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×