Viðskipti innlent

Laxaverð stendur í stað

Lax.
Lax.
Verð á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar í dag. Laxaverðið hefur lækkað hratt í sjö vikur í röð en meðalverðið í síðustu viku stóð hins vegar í stað frá vikunni á undan.

Greiningardeild Glitnis segir verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi hafa verið 31,2 norskar krónur eða 336 íslenskar krónur á kíló í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá var kílóverðið 43,1 norsk króna eða 464,19 íslenskum krónum á kíló og stóð það þá í hámarki.

Að sögn Glitnis eru Norðmenn stærstu einstöku framleiðendur á eldislaxi í heiminum og því er útflutningsverðið frá Noregi lýsandi fyrir heimsmarkaðsverð á laxi.

Verðlækkunin hefur komið sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca en dótturfyrirtæki þess, Labeyrie, Delpierre og Vensy eru stórir kaupendur á laxi, m.a. frá Noregi. Framundan er mikilvægur tími fyrir Alfesca þar sem félagið kaupir á haustmánuðum inn mikið magn af laxi til að selja fyrir mikilvægasta sölutímabil félagsins, jólasöluna, segir greiningardeild Glitnis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×