Viðskipti innlent

Aflaverðmæti jókst um 2,7 milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári.

Aukningin nemur 7 prósentum.

Aflaverðmæti botnfisks nam 30,1 milljarði króna en það er 18 prósenta aukning á milli ára.

Verðmæti þorskafla var 14,6 milljarðar króna og jókst það um 3,1 prósent frá sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti ýsu nam 5,7 milljörðum sem er 20,2 prósentum meira en fyrir ári. Þá nam verðmæti ufsaafla 1,9 milljörðum króna og er það 63,7 prósenta aukning frá því í fyrra. Verðmæti flatfiskafla nam 3 milljörðum og jókst um 4,7 prósent á milli ára en aflaverðmæti kolmunna í júnílok var 3,1 milljarður króna samanborið við tæpa 1,3 milljarða í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×