Viðskipti innlent

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Verðbólga mældist 3 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í ágúst. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist fyrir mánuði.

Raforkuverð innan OECD hækkaði um 11,6 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum, sem er 2,7 prósentustigum minni hækkun en mældist í mánuðinum á undan.

Ef verð á matvælum og raforku er undanskilið mælingunni þá var verðbólga innan OECD 2,2 prósent á ársgrundvelli í ágúst, sem er eftir sem áður 0,1 prósentustigi minna en í júlí.

Verðbólgan var mest í Tyrklandi í ágúst eða 10,6 prósent en næstmest hér á landi, 8,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×