Langir hnífar, hleranir, prófkjör og bílastæði 19. október 2006 11:46 Það tíðkast hin breiðu spjótin hjá Sjálfstæðisflokknum - eða hinir löngu hnífar. Andrés Magnússon, dyggur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar, skrifar pistil í Blaðið í dag sem er til marks um djúpar áhyggjur Björnsmanna vegna prófkjörsins um aðra helgi. Greinin ber fyrirsögnina Nótt hinna löngu hnífa. Munar ekki um það - þetta var nóttin þegar Hitler gekk milli bols og höfuðs á Ernst Röhm og mönnum hans í SA-sveitunum. Í greininni vandar Andrés SUS-urunum Borgari Þór Einarssyni og Andra Óttarssyni ekki kveðjurnar. Borgar er eins og kunnugt er fóstursonur Geirs Haarde, en Andri tekur innan skamms við sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Andrés telur að ályktun SUS þar sem er hafnað hugmyndum um stofnun leyniþjónustu sé "úthugsuð árás" á Björn Bjarnason. Andrés vekur svo athygli á því að ýmsir gætu rekið þessa gjörð lóðbeint til formanns flokksins - "sem tæpast er heppilegt vegarnesti í upphafi kosningavetrar," eins og Andrés orðar það. Aðalspennan í prófkjörinu í Reykjavík er hvort Guðlaugur Þór eða Björn ná öðru sætinu. Ef Guðlaugur vinnur er jafnvel hugsanlegt að Björn fari á skrið niður listann. Það eru auðvitað tíðindi ef stuðningsmenn Björns telja að formaður flokksins sé að vinna leynt og ljóst gegn dómsmálaráðherranum. --- --- ---Pétur Gunnarsson er einn öflugasti skríbentinn á vefnum, blaðamaður til margra ára og fjölfróður með afbrigðum. Í grein sem Pétur skrifaði fyrr í vikunni velti hann fyrir sér þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að hefja rannsókn á hlerunarmálum. Pétur telur að þetta sé að sumu leyti eðlilegt, en um leið geti það verið óheppilegt - meðal annars vegna þess að ríkissaksóknari þarf ekki að gefa neinar upplýsingar um rannsóknir sínar, skýringar á þeim eða rök. Orðrétt segir Pétur:"Það er mjög mikið af lögfræðingum í íslenskum stjórnmálum og stundum er eins og þeir vilji taka sig saman um að smætta bara stjórnmálin niður í lögfræðileg viðfangsefni. Þannig er það ekki, traust og trúnaður eru til dæmis ekki bara einhver lögfræðileg hugtök. Þess vegna þarf þingið að taka þetta mál af framkvæmdavaldinu, kannski ekki þann þáttinn sem snýr að glæp og refsingu heldur hinn sem snýr að grundvallartrausti á stofnunum samfélagsins. A.m.k. eiga rannsóknarhagsmunir ekki að þurfa að þvælast fyrir því að opinber umræða haldi áfram um málið." --- --- --- Ég hef stundum haldið því fram í þáttum mínum að prófkjör séu svona snemma - og með svona litlum fyrirvara - til að vernda rassinn á þingmönnum. Fyrir nú utan hvað kosningatímabilið dregst á langinn við þetta - með tilheyrandi róti í stjórnmálunum. Eiríkur Bergmann Einarsson kemst að sömu niðurstöðu í grein sem hann skrifaði í Blaðið fyrr í vikunni:"Á allra síðustu árum hafa prófkjörin verið að færast mun framar á veturinn heldur en áður tíðkaðist. Flest eru nú haldin vel fyrir áramót, í lok október eða byrjun nóvember. Kosningaveturinn nær núorðið frá upphafi þings í byrjun október og fram að kosningum í lok maí. Sú tilhögun hindrar marga frá þátttöku, enda getur verið erfitt fyrir ýmsa hópa í samfélaginu, til að mynda blaðamenn og embættismenn, að gefa sig upp heilum átta mánuðum fyrir kosningar. Á sínum tíma voru prófkjörin hugsuð til að auðvelda nýju fólki að brjóta sér leið inn í stjórnmálin, framhjá flokkseigendafélögunum sem voru talin standa vörð um þá innvígðu. En í seinni tíð virðist þetta hafa snúist upp í andhverfu sína. Svo virðist nefnilega sem prófkjör séu orðin vörn sitjandi þingmanna. Þeir eru ekki margir sem standa fyrir utan hringiðu stjórnmálanna sem geta varið heilum átta mánuðum í stöðuga kosningabaráttu." --- --- --- Kennarar og nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík kvarta sáran undan því að ekki sé nóg af bílastæðum við skólann. Nú vill svo til að ég bý þarna rétt hjá og bölva stundum skólakrökkum sem leggja fyrir framan húsið hjá mér. Hins vegar er yfirleitt hægt að fá stæði við stöðumæli nálægt skólanum. Er nokkur önnur lausn en að skólaæskan láti sig hafa að borga í mæla? Því varla er hægt að troða fleiri bílum í þetta hverfi sem byggðist mestanpart fyrir tíma bifreiða. Eða þá bara að menntaskólanemar hætti að koma á bílum í skólann? Mig minnir að þegar ég var í MR fyrir þremur áratugum hafi aðeins einn nemandi átt bíl. Skóli sem rekur sögu sína aftur til miðalda á hafa áhyggjur af svonalöguðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það tíðkast hin breiðu spjótin hjá Sjálfstæðisflokknum - eða hinir löngu hnífar. Andrés Magnússon, dyggur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar, skrifar pistil í Blaðið í dag sem er til marks um djúpar áhyggjur Björnsmanna vegna prófkjörsins um aðra helgi. Greinin ber fyrirsögnina Nótt hinna löngu hnífa. Munar ekki um það - þetta var nóttin þegar Hitler gekk milli bols og höfuðs á Ernst Röhm og mönnum hans í SA-sveitunum. Í greininni vandar Andrés SUS-urunum Borgari Þór Einarssyni og Andra Óttarssyni ekki kveðjurnar. Borgar er eins og kunnugt er fóstursonur Geirs Haarde, en Andri tekur innan skamms við sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Andrés telur að ályktun SUS þar sem er hafnað hugmyndum um stofnun leyniþjónustu sé "úthugsuð árás" á Björn Bjarnason. Andrés vekur svo athygli á því að ýmsir gætu rekið þessa gjörð lóðbeint til formanns flokksins - "sem tæpast er heppilegt vegarnesti í upphafi kosningavetrar," eins og Andrés orðar það. Aðalspennan í prófkjörinu í Reykjavík er hvort Guðlaugur Þór eða Björn ná öðru sætinu. Ef Guðlaugur vinnur er jafnvel hugsanlegt að Björn fari á skrið niður listann. Það eru auðvitað tíðindi ef stuðningsmenn Björns telja að formaður flokksins sé að vinna leynt og ljóst gegn dómsmálaráðherranum. --- --- ---Pétur Gunnarsson er einn öflugasti skríbentinn á vefnum, blaðamaður til margra ára og fjölfróður með afbrigðum. Í grein sem Pétur skrifaði fyrr í vikunni velti hann fyrir sér þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að hefja rannsókn á hlerunarmálum. Pétur telur að þetta sé að sumu leyti eðlilegt, en um leið geti það verið óheppilegt - meðal annars vegna þess að ríkissaksóknari þarf ekki að gefa neinar upplýsingar um rannsóknir sínar, skýringar á þeim eða rök. Orðrétt segir Pétur:"Það er mjög mikið af lögfræðingum í íslenskum stjórnmálum og stundum er eins og þeir vilji taka sig saman um að smætta bara stjórnmálin niður í lögfræðileg viðfangsefni. Þannig er það ekki, traust og trúnaður eru til dæmis ekki bara einhver lögfræðileg hugtök. Þess vegna þarf þingið að taka þetta mál af framkvæmdavaldinu, kannski ekki þann þáttinn sem snýr að glæp og refsingu heldur hinn sem snýr að grundvallartrausti á stofnunum samfélagsins. A.m.k. eiga rannsóknarhagsmunir ekki að þurfa að þvælast fyrir því að opinber umræða haldi áfram um málið." --- --- --- Ég hef stundum haldið því fram í þáttum mínum að prófkjör séu svona snemma - og með svona litlum fyrirvara - til að vernda rassinn á þingmönnum. Fyrir nú utan hvað kosningatímabilið dregst á langinn við þetta - með tilheyrandi róti í stjórnmálunum. Eiríkur Bergmann Einarsson kemst að sömu niðurstöðu í grein sem hann skrifaði í Blaðið fyrr í vikunni:"Á allra síðustu árum hafa prófkjörin verið að færast mun framar á veturinn heldur en áður tíðkaðist. Flest eru nú haldin vel fyrir áramót, í lok október eða byrjun nóvember. Kosningaveturinn nær núorðið frá upphafi þings í byrjun október og fram að kosningum í lok maí. Sú tilhögun hindrar marga frá þátttöku, enda getur verið erfitt fyrir ýmsa hópa í samfélaginu, til að mynda blaðamenn og embættismenn, að gefa sig upp heilum átta mánuðum fyrir kosningar. Á sínum tíma voru prófkjörin hugsuð til að auðvelda nýju fólki að brjóta sér leið inn í stjórnmálin, framhjá flokkseigendafélögunum sem voru talin standa vörð um þá innvígðu. En í seinni tíð virðist þetta hafa snúist upp í andhverfu sína. Svo virðist nefnilega sem prófkjör séu orðin vörn sitjandi þingmanna. Þeir eru ekki margir sem standa fyrir utan hringiðu stjórnmálanna sem geta varið heilum átta mánuðum í stöðuga kosningabaráttu." --- --- --- Kennarar og nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík kvarta sáran undan því að ekki sé nóg af bílastæðum við skólann. Nú vill svo til að ég bý þarna rétt hjá og bölva stundum skólakrökkum sem leggja fyrir framan húsið hjá mér. Hins vegar er yfirleitt hægt að fá stæði við stöðumæli nálægt skólanum. Er nokkur önnur lausn en að skólaæskan láti sig hafa að borga í mæla? Því varla er hægt að troða fleiri bílum í þetta hverfi sem byggðist mestanpart fyrir tíma bifreiða. Eða þá bara að menntaskólanemar hætti að koma á bílum í skólann? Mig minnir að þegar ég var í MR fyrir þremur áratugum hafi aðeins einn nemandi átt bíl. Skóli sem rekur sögu sína aftur til miðalda á hafa áhyggjur af svonalöguðu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun