Innlent

Ásatrúarmenn og rétttrúnaðarkirkjan fá fyrirheit um lóðir

MYND/KK

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær fyrirheit um lóðir til tveggja safnaða hér á landi. Um er að ræða Ástrúarsöfnuðinn sem fær fyrirheit lóð fyrir hof, með eða án safnaðarheimilis, í Leynimýri í Öskjuhlíð og hefur skipulagssviði verið falið að gera tillögur um að staðsetningu lóðarinnar. Þá er Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni gefin fyrirheit um lóð fyrir kirkjubyggingu á Nýlendureit milli Nýlendugötu og Mýrargötu.

Enn á hins vegar eftir að finna lóð fyrir Félag múslíma á Íslandi undir mosku og sagði Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því og vonir stæðu til að vinnunni lyki sem allra fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×