Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi 13. nóvember 2006 17:20 Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju. Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju.
Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira