Byssumaður sem réðist inn í skóla í Þýskalandi í morgun fannst látinn þar þegar að lögregla réðist til inngöngu í skólann í dag. Maðurinn hafði ráðist inn í skólann fyrr um morguninn og hafið skothríð á nemendur og starfsfólk og særði einhverja en sem betur fer lést enginn.
Maðurinn, sem var fyrrverandi nemandi í skólanum, virðist hafa framið sjálfsmorð þegar lögreglan var búin að umkringja skólann. Lögreglan fann síðan sprengiefni við leit á á líkinu af manninum. Hann var 18 ára.
Í skólanum eru um 700 nemendur á aldrinum 11 til 16 ára og var þeim komið hratt og örugglega í öruggt skjól. Viðræður voru hafnar við manninn. Skildi hann eftir sjálfsmorðsbréf á internetinu og kom þar fram að ef hann hefði lært eitthvað í skólanum var það að hann væri aumingi og að hann fyrirliti fólk.