Mogens S. Koch Analog / Dialog 21. nóvember 2006 10:56 Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið