Viðskipti innlent

Krónan lækkaði fjórða daginn í röð

Íslensk króna.
Íslensk króna. Mynd/GVA

Töluverðar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í dag en krónan veiktist hratt í upphafi dags og fór vísitalan hæst í 127,8 stig í morgun. Gengisvísitalan endaði síðan í 126,96 stigum og veiktist því krónan um 0,5 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Að sögn deildarinnar er þetta fjórði dagurinn í röð sem krónan veikist en jafn mikil veiking hefur ekki orðið á gengi krónunnar síðan um miðjan apríl á þessu ári. Engar sérstakar fréttir liggja að baki sveiflunum í dag frekar en undanfarna daga og því telur greiningardeildin erfitt að skýra þróunina á annan hátt en að tímabundin svartsýni hafi gripið um sig á gjaldeyrismarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×